Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 11:33 Hlaupakonan Marthe Katrine Myhre vann til fjölda verðlauna á sínum ferli. Instagram/@marthekatrine Norska hlaupakonan Marthe Katrine Myhre, sem varð meðal annars Noregsmeistari í maraþoni fimm sinnum, er látin, aðeins 39 ára gömul. „Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar. Hlaup Andlát Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira
„Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Hlaup Andlát Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira