Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 10:16 Vilborg segir erfiðast þegar fólki er refsað og það leitar í skyndilausnir eins og smálán til að brúa bilið. Bylgjan Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra. Vilborg ræddi stöðuna hjá samtökunum og fjölskyldum á Íslandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hópinn sem leitar til þeirra um jólin annan en leitar til þeirra vanalega, allt árið um kring. Það séu settar kröfur í samfélaginu um að jólin eigi að vera „svona og hinsegin“ og þeim geti ekki allir mætt. „Það eru þau sem eru á lægstu laununum, alveg sama hvaða laun það eru, einstæðir foreldrar, og fjölskyldur sem eru á þessum lægstu launum og eru að leigja,“ segir Vilborg um það fólk sem leitar til þeirra. Það sé bland af Íslendingum og innflytjendum og Íslendingar séu fleiri. Hún segir samtökin aðstoða alla sem eiga rétt á aðstoð en vinni líka náið með öðrum samtökum og vísi fólki þannig ef það á ekki rétt á aðstoð hjá þeim. Hún segir að síðustu jól hafi þau aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Henni líði ekki eins og það sé fjölgun í ár. Hún segir langflesta leita til þeirra í gegnum netið. Það hafi breyst í Covid. Fólk sendi bara umsókn og fái svo SMS um það hvenær það megi sækja inneignarkort eða jólagjafir fyrir börnin sín eigi það rétt á úthlutun. „Þetta er miklu þægilegra,“ segir Vilborg og að í dag vinni hún ekki eins lengi og hún gerði áður. Viðmið frá Umboðsmanni skuldara Vilborg segir viðmiðin þeirra komin frá Umboðsmanni skuldara. Þau skoði tekjur og föst útgjöld og miði við það. Þó segir hún viðmiðin aðeins rýmri um jólin en tekið sé mið af fjölskyldustærð og fjölda barna til dæmis. Hún segir erfiðast að sjá hversu hátt hlutfall þeirra sem leitar til þeirra eru föst í viðjum smálána. Þau taki lánin til að redda sér en séu svo bara föst í skuldasúpu vegna hárra vaxt lánanna. Vilborg segir settar kröfur í samfélaginu um jól og jólagjafir sem ekki allir geti mætt.Vísir/Vilhelm „Það er bara kóngulóarvefur sem tekur þig inn.“ Vilborg hefur sinnt þessu starfi í tuttugu ár og segir mikilvægt að sinna sjálfum sér. Hún gangi í og úr vinnu til að hreinsa hugann. „En svo kynnist maður dásamlegu fólki og ég dáist oft að fólki sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Þessi útsjónarsemi og elja sem er í hópnum. Það gefur manni margt og maður hefur það líka í farteskinu.“ Íslendingarnir fastir hjá þeim Hún segir hópinn sem leitar til þeirra alltaf taka breytingum en það séu aðallega útlendingarnir sem að komi og fari. Íslendingarnir sem leiti til þeirra séu föst í viðjum fátæktar, séu mörg á öryrkjabótum og þá hækki tekjurnar lítið milli ára. Útlendingarnir sem leiti til þeirra geri það á meðan þau eru ekki komin með vinnu en hætti því svo þegar það breytist. „Það er erfitt þegar maður sér hvað kerfi getur verið erfitt,“ segir Vilborg og að það sé erfiðast þegar það er verið að refsa fólki fyrir að mæta of seint á fund hjá Vinnumálastofnun eða gera ekki eitthvað sem félagsþjónustan gerir kröfu um. Þá séu teknar af fólki tekjurnar og fólk festi sig þá í smálánaskuldasúpu á meðan. „Það er það sem pirrar mann mest í mínu starfi. Mannlegi þátturinn er stundum gleymdur.“ Efnahagsmál Börn og uppeldi Smálán Fjármál heimilisins Fjölskyldumál Jól Bítið Tengdar fréttir Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. 8. desember 2023 10:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Vilborg ræddi stöðuna hjá samtökunum og fjölskyldum á Íslandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hópinn sem leitar til þeirra um jólin annan en leitar til þeirra vanalega, allt árið um kring. Það séu settar kröfur í samfélaginu um að jólin eigi að vera „svona og hinsegin“ og þeim geti ekki allir mætt. „Það eru þau sem eru á lægstu laununum, alveg sama hvaða laun það eru, einstæðir foreldrar, og fjölskyldur sem eru á þessum lægstu launum og eru að leigja,“ segir Vilborg um það fólk sem leitar til þeirra. Það sé bland af Íslendingum og innflytjendum og Íslendingar séu fleiri. Hún segir samtökin aðstoða alla sem eiga rétt á aðstoð en vinni líka náið með öðrum samtökum og vísi fólki þannig ef það á ekki rétt á aðstoð hjá þeim. Hún segir að síðustu jól hafi þau aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Henni líði ekki eins og það sé fjölgun í ár. Hún segir langflesta leita til þeirra í gegnum netið. Það hafi breyst í Covid. Fólk sendi bara umsókn og fái svo SMS um það hvenær það megi sækja inneignarkort eða jólagjafir fyrir börnin sín eigi það rétt á úthlutun. „Þetta er miklu þægilegra,“ segir Vilborg og að í dag vinni hún ekki eins lengi og hún gerði áður. Viðmið frá Umboðsmanni skuldara Vilborg segir viðmiðin þeirra komin frá Umboðsmanni skuldara. Þau skoði tekjur og föst útgjöld og miði við það. Þó segir hún viðmiðin aðeins rýmri um jólin en tekið sé mið af fjölskyldustærð og fjölda barna til dæmis. Hún segir erfiðast að sjá hversu hátt hlutfall þeirra sem leitar til þeirra eru föst í viðjum smálána. Þau taki lánin til að redda sér en séu svo bara föst í skuldasúpu vegna hárra vaxt lánanna. Vilborg segir settar kröfur í samfélaginu um jól og jólagjafir sem ekki allir geti mætt.Vísir/Vilhelm „Það er bara kóngulóarvefur sem tekur þig inn.“ Vilborg hefur sinnt þessu starfi í tuttugu ár og segir mikilvægt að sinna sjálfum sér. Hún gangi í og úr vinnu til að hreinsa hugann. „En svo kynnist maður dásamlegu fólki og ég dáist oft að fólki sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Þessi útsjónarsemi og elja sem er í hópnum. Það gefur manni margt og maður hefur það líka í farteskinu.“ Íslendingarnir fastir hjá þeim Hún segir hópinn sem leitar til þeirra alltaf taka breytingum en það séu aðallega útlendingarnir sem að komi og fari. Íslendingarnir sem leiti til þeirra séu föst í viðjum fátæktar, séu mörg á öryrkjabótum og þá hækki tekjurnar lítið milli ára. Útlendingarnir sem leiti til þeirra geri það á meðan þau eru ekki komin með vinnu en hætti því svo þegar það breytist. „Það er erfitt þegar maður sér hvað kerfi getur verið erfitt,“ segir Vilborg og að það sé erfiðast þegar það er verið að refsa fólki fyrir að mæta of seint á fund hjá Vinnumálastofnun eða gera ekki eitthvað sem félagsþjónustan gerir kröfu um. Þá séu teknar af fólki tekjurnar og fólk festi sig þá í smálánaskuldasúpu á meðan. „Það er það sem pirrar mann mest í mínu starfi. Mannlegi þátturinn er stundum gleymdur.“
Efnahagsmál Börn og uppeldi Smálán Fjármál heimilisins Fjölskyldumál Jól Bítið Tengdar fréttir Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. 8. desember 2023 10:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. 8. desember 2023 10:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent