Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 10:16 Vilborg segir erfiðast þegar fólki er refsað og það leitar í skyndilausnir eins og smálán til að brúa bilið. Bylgjan Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra. Vilborg ræddi stöðuna hjá samtökunum og fjölskyldum á Íslandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hópinn sem leitar til þeirra um jólin annan en leitar til þeirra vanalega, allt árið um kring. Það séu settar kröfur í samfélaginu um að jólin eigi að vera „svona og hinsegin“ og þeim geti ekki allir mætt. „Það eru þau sem eru á lægstu laununum, alveg sama hvaða laun það eru, einstæðir foreldrar, og fjölskyldur sem eru á þessum lægstu launum og eru að leigja,“ segir Vilborg um það fólk sem leitar til þeirra. Það sé bland af Íslendingum og innflytjendum og Íslendingar séu fleiri. Hún segir samtökin aðstoða alla sem eiga rétt á aðstoð en vinni líka náið með öðrum samtökum og vísi fólki þannig ef það á ekki rétt á aðstoð hjá þeim. Hún segir að síðustu jól hafi þau aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Henni líði ekki eins og það sé fjölgun í ár. Hún segir langflesta leita til þeirra í gegnum netið. Það hafi breyst í Covid. Fólk sendi bara umsókn og fái svo SMS um það hvenær það megi sækja inneignarkort eða jólagjafir fyrir börnin sín eigi það rétt á úthlutun. „Þetta er miklu þægilegra,“ segir Vilborg og að í dag vinni hún ekki eins lengi og hún gerði áður. Viðmið frá Umboðsmanni skuldara Vilborg segir viðmiðin þeirra komin frá Umboðsmanni skuldara. Þau skoði tekjur og föst útgjöld og miði við það. Þó segir hún viðmiðin aðeins rýmri um jólin en tekið sé mið af fjölskyldustærð og fjölda barna til dæmis. Hún segir erfiðast að sjá hversu hátt hlutfall þeirra sem leitar til þeirra eru föst í viðjum smálána. Þau taki lánin til að redda sér en séu svo bara föst í skuldasúpu vegna hárra vaxt lánanna. Vilborg segir settar kröfur í samfélaginu um jól og jólagjafir sem ekki allir geti mætt.Vísir/Vilhelm „Það er bara kóngulóarvefur sem tekur þig inn.“ Vilborg hefur sinnt þessu starfi í tuttugu ár og segir mikilvægt að sinna sjálfum sér. Hún gangi í og úr vinnu til að hreinsa hugann. „En svo kynnist maður dásamlegu fólki og ég dáist oft að fólki sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Þessi útsjónarsemi og elja sem er í hópnum. Það gefur manni margt og maður hefur það líka í farteskinu.“ Íslendingarnir fastir hjá þeim Hún segir hópinn sem leitar til þeirra alltaf taka breytingum en það séu aðallega útlendingarnir sem að komi og fari. Íslendingarnir sem leiti til þeirra séu föst í viðjum fátæktar, séu mörg á öryrkjabótum og þá hækki tekjurnar lítið milli ára. Útlendingarnir sem leiti til þeirra geri það á meðan þau eru ekki komin með vinnu en hætti því svo þegar það breytist. „Það er erfitt þegar maður sér hvað kerfi getur verið erfitt,“ segir Vilborg og að það sé erfiðast þegar það er verið að refsa fólki fyrir að mæta of seint á fund hjá Vinnumálastofnun eða gera ekki eitthvað sem félagsþjónustan gerir kröfu um. Þá séu teknar af fólki tekjurnar og fólk festi sig þá í smálánaskuldasúpu á meðan. „Það er það sem pirrar mann mest í mínu starfi. Mannlegi þátturinn er stundum gleymdur.“ Efnahagsmál Börn og uppeldi Smálán Fjármál heimilisins Fjölskyldumál Jól Bítið Tengdar fréttir Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. 8. desember 2023 10:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Vilborg ræddi stöðuna hjá samtökunum og fjölskyldum á Íslandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hópinn sem leitar til þeirra um jólin annan en leitar til þeirra vanalega, allt árið um kring. Það séu settar kröfur í samfélaginu um að jólin eigi að vera „svona og hinsegin“ og þeim geti ekki allir mætt. „Það eru þau sem eru á lægstu laununum, alveg sama hvaða laun það eru, einstæðir foreldrar, og fjölskyldur sem eru á þessum lægstu launum og eru að leigja,“ segir Vilborg um það fólk sem leitar til þeirra. Það sé bland af Íslendingum og innflytjendum og Íslendingar séu fleiri. Hún segir samtökin aðstoða alla sem eiga rétt á aðstoð en vinni líka náið með öðrum samtökum og vísi fólki þannig ef það á ekki rétt á aðstoð hjá þeim. Hún segir að síðustu jól hafi þau aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Henni líði ekki eins og það sé fjölgun í ár. Hún segir langflesta leita til þeirra í gegnum netið. Það hafi breyst í Covid. Fólk sendi bara umsókn og fái svo SMS um það hvenær það megi sækja inneignarkort eða jólagjafir fyrir börnin sín eigi það rétt á úthlutun. „Þetta er miklu þægilegra,“ segir Vilborg og að í dag vinni hún ekki eins lengi og hún gerði áður. Viðmið frá Umboðsmanni skuldara Vilborg segir viðmiðin þeirra komin frá Umboðsmanni skuldara. Þau skoði tekjur og föst útgjöld og miði við það. Þó segir hún viðmiðin aðeins rýmri um jólin en tekið sé mið af fjölskyldustærð og fjölda barna til dæmis. Hún segir erfiðast að sjá hversu hátt hlutfall þeirra sem leitar til þeirra eru föst í viðjum smálána. Þau taki lánin til að redda sér en séu svo bara föst í skuldasúpu vegna hárra vaxt lánanna. Vilborg segir settar kröfur í samfélaginu um jól og jólagjafir sem ekki allir geti mætt.Vísir/Vilhelm „Það er bara kóngulóarvefur sem tekur þig inn.“ Vilborg hefur sinnt þessu starfi í tuttugu ár og segir mikilvægt að sinna sjálfum sér. Hún gangi í og úr vinnu til að hreinsa hugann. „En svo kynnist maður dásamlegu fólki og ég dáist oft að fólki sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Þessi útsjónarsemi og elja sem er í hópnum. Það gefur manni margt og maður hefur það líka í farteskinu.“ Íslendingarnir fastir hjá þeim Hún segir hópinn sem leitar til þeirra alltaf taka breytingum en það séu aðallega útlendingarnir sem að komi og fari. Íslendingarnir sem leiti til þeirra séu föst í viðjum fátæktar, séu mörg á öryrkjabótum og þá hækki tekjurnar lítið milli ára. Útlendingarnir sem leiti til þeirra geri það á meðan þau eru ekki komin með vinnu en hætti því svo þegar það breytist. „Það er erfitt þegar maður sér hvað kerfi getur verið erfitt,“ segir Vilborg og að það sé erfiðast þegar það er verið að refsa fólki fyrir að mæta of seint á fund hjá Vinnumálastofnun eða gera ekki eitthvað sem félagsþjónustan gerir kröfu um. Þá séu teknar af fólki tekjurnar og fólk festi sig þá í smálánaskuldasúpu á meðan. „Það er það sem pirrar mann mest í mínu starfi. Mannlegi þátturinn er stundum gleymdur.“
Efnahagsmál Börn og uppeldi Smálán Fjármál heimilisins Fjölskyldumál Jól Bítið Tengdar fréttir Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. 8. desember 2023 10:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. 8. desember 2023 10:03
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent