Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar 9. desember 2024 14:31 Orkufyrirtækin stóðu fyrir nokkrum umræðufundum í aðdraganda kosninga. Meginefnið var hvernig tryggja mætti almenningi og litlum fyrirtækjum nóg rafmagn á viðráðanlegu verði. Samkeppni er frekar nýtilkomin á þessum markaði. Segja má að henni hafi verið þröngvað upp á okkur af Evrópusambandinu og henni var ekki vel tekið af öllum. Áður var rafmagn almannaþjónusta og selt í einkasölu og markaðurinn ber enn svip af því. Orkufyrirtæki eru enn flest í eigu ríkis og sveitarfélaga. Vandinn, sem nú blasir við, er að rafmagn gæti ,,lekið“ frá almennum markaði, sem kaupir núna innan við fimmtung framleiðslunnar, til stórnotenda, sem fá afganginn. Helst virðist hætta talin á að eini stóri framleiðandinn í einkaeigu, HS-Orka, taki upp á því að selja rafmagnið hæstbjóðanda. Að vísu er sennilega lítil hætta á að almenning skorti rafmagn á næstunni, en verð gæti hækkað. Stórnotendur eiga í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og þola yfirleitt ekki miklar verðhækkanir. Almenningur vill aftur á móti sitt rafmagn, þótt hann þurfi að borga meira fyrir það. Þess vegna er hæpið að halda því fram að almenningur megi sín lítils í samkeppni um rafmagn við stórnotendur. Ef rafmagnsverð hækkar á almennum markaði kemur að því að stórnotendur sjá sér hag í að bjóða ,,sitt rafmagn“ til sölu þar. Á fundi í Grósku 21. nóvember sagði starfsmaður HS-Orku að stórnotendum, sem keyptu rafmagn af fyrirtækinu, væri í sjálfsvald sett hvort þeir notuðu það sjálfir eða seldu það öðrum. Hann benti á, að þar sem stórnotendur keyptu 80% alls rafmagns hér á landi þýddi 1% samdráttur í kaupum þeirra 4% meira framboð á almennum markaði. Starfsmaður Elkems, sem vinnur málma í Hvalfirði, Noregi og víðar, sagði að móðurfyrirtækið væri mjög virkt á rafmagnsmarkaði í Noregi. Það setti hluta af sínu rafmagni á almennan markað þegar markaðsverð hækkaði þar í landi og keypti meira en venjulega þegar rafmagnið væri ódýrt. Á fulltrúa ríkisrisans á íslenskum rafmagnsmarkaði mátti aftur á móti skilja að slíkt framsal væri erfiðleikum bundið. Sveiflur í verði á rafmagni eru hvimleiðar, ekki síður en sveiflur í bensínverði. Skiljanlegt er að menn vilji vernda almenning fyrir þeim. En markmiðið með þeim inngripum sem nú eru ráðgerð virðist ekki vera að draga úr verðsveiflum, heldur að koma í veg fyrir að verð hækki á almennum markaði. Stöðva á ,,lekann“ með öllu og aðskilja rafmagnsmarkaði fyrir stórnotendur og almenning.[1] Rafmagn verður selt á markaðsverði til stórnotenda, en á almennum markaði verður boðið ,,viðráðanlegt verð“. Þetta þýðir að almennir notendur fá ekki rétt merki um raunverulegt verð orkunnar. Það hefur ýmsar afleiðingar. Ef rafmagnsverð á almennum markaði fær að hækka í takt við kröfur markaðsins er ekki ólíklegt að rafmagn til orkuskipta á komandi áratugum verði einkum sótt til stórnotenda, sem smám saman munu draga sig í hlé. Ef tengsl rofna milli markaða verður rafmagnið sennilega einkum sótt í nýjar virkjanir. Getur verið að viðhorf stjórnenda raforkufyrirtækja mótist af eignarhaldi fyrirtækjanna og fyrri skipan markaðsins? Skoðum annað dæmi um umskipti úr ríkiseinkasölu í samkeppnismarkað. Fram á tíunda áratug fyrri aldar var símaþjónusta í höndum eins ríkisfyrirtækis. Frumkvæði að samkeppni í símaþjónustu kom líka að utan, en breytingin tengdist aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umskiptin voru ekki hnökralaus, en í stórum dráttum gengu þau vel. Ríkið seldi Símann og hætti að skipta sér af starfseminni, nema til þess að sjá um að farið væri að leikreglum. Ný símafyrirtæki spruttu upp og markaður með símaþjónustu varð með líflegri mörkuðum. Fáum dettur nú í hug að taka aftur upp fyrri hætti. Mikilvægt er að rafmagn til orkuskipta sé sótt þangað sem það er ódýrast - hvort sem það verða nýjar virkjanir eða stórnotendur sem nú nýta rafmagnið í sína starfsemi. Löng reynsla og niðurstöður fræðimanna sýna að ekki borgar sig að grípa inn í niðurstöður samkeppnismarkaða nema góðar ástæður séu til. Rask á náttúrunni, mengun eða áhrif á útsýni geta réttlætt sérstök gjöld á framkvæmdir. Það eru miklu hæpnari rök fyrir inngripum að það sé ,,í DNA Íslendinga að við viljum bara ódýra íslenska raforku“, svo að vitnað sé í ummæli ræðumanns á einum orkufundinum í haust. Höfundur er hagfræðingur. [1] Sjá til dæmis grein Tinnu Traustadóttur: Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku, 16.03.2023, sótt af https://www.landsvirkjun.is/frettir/heimili-eiga-ekki-ad-keppa-vid-stornotendur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Orkufyrirtækin stóðu fyrir nokkrum umræðufundum í aðdraganda kosninga. Meginefnið var hvernig tryggja mætti almenningi og litlum fyrirtækjum nóg rafmagn á viðráðanlegu verði. Samkeppni er frekar nýtilkomin á þessum markaði. Segja má að henni hafi verið þröngvað upp á okkur af Evrópusambandinu og henni var ekki vel tekið af öllum. Áður var rafmagn almannaþjónusta og selt í einkasölu og markaðurinn ber enn svip af því. Orkufyrirtæki eru enn flest í eigu ríkis og sveitarfélaga. Vandinn, sem nú blasir við, er að rafmagn gæti ,,lekið“ frá almennum markaði, sem kaupir núna innan við fimmtung framleiðslunnar, til stórnotenda, sem fá afganginn. Helst virðist hætta talin á að eini stóri framleiðandinn í einkaeigu, HS-Orka, taki upp á því að selja rafmagnið hæstbjóðanda. Að vísu er sennilega lítil hætta á að almenning skorti rafmagn á næstunni, en verð gæti hækkað. Stórnotendur eiga í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og þola yfirleitt ekki miklar verðhækkanir. Almenningur vill aftur á móti sitt rafmagn, þótt hann þurfi að borga meira fyrir það. Þess vegna er hæpið að halda því fram að almenningur megi sín lítils í samkeppni um rafmagn við stórnotendur. Ef rafmagnsverð hækkar á almennum markaði kemur að því að stórnotendur sjá sér hag í að bjóða ,,sitt rafmagn“ til sölu þar. Á fundi í Grósku 21. nóvember sagði starfsmaður HS-Orku að stórnotendum, sem keyptu rafmagn af fyrirtækinu, væri í sjálfsvald sett hvort þeir notuðu það sjálfir eða seldu það öðrum. Hann benti á, að þar sem stórnotendur keyptu 80% alls rafmagns hér á landi þýddi 1% samdráttur í kaupum þeirra 4% meira framboð á almennum markaði. Starfsmaður Elkems, sem vinnur málma í Hvalfirði, Noregi og víðar, sagði að móðurfyrirtækið væri mjög virkt á rafmagnsmarkaði í Noregi. Það setti hluta af sínu rafmagni á almennan markað þegar markaðsverð hækkaði þar í landi og keypti meira en venjulega þegar rafmagnið væri ódýrt. Á fulltrúa ríkisrisans á íslenskum rafmagnsmarkaði mátti aftur á móti skilja að slíkt framsal væri erfiðleikum bundið. Sveiflur í verði á rafmagni eru hvimleiðar, ekki síður en sveiflur í bensínverði. Skiljanlegt er að menn vilji vernda almenning fyrir þeim. En markmiðið með þeim inngripum sem nú eru ráðgerð virðist ekki vera að draga úr verðsveiflum, heldur að koma í veg fyrir að verð hækki á almennum markaði. Stöðva á ,,lekann“ með öllu og aðskilja rafmagnsmarkaði fyrir stórnotendur og almenning.[1] Rafmagn verður selt á markaðsverði til stórnotenda, en á almennum markaði verður boðið ,,viðráðanlegt verð“. Þetta þýðir að almennir notendur fá ekki rétt merki um raunverulegt verð orkunnar. Það hefur ýmsar afleiðingar. Ef rafmagnsverð á almennum markaði fær að hækka í takt við kröfur markaðsins er ekki ólíklegt að rafmagn til orkuskipta á komandi áratugum verði einkum sótt til stórnotenda, sem smám saman munu draga sig í hlé. Ef tengsl rofna milli markaða verður rafmagnið sennilega einkum sótt í nýjar virkjanir. Getur verið að viðhorf stjórnenda raforkufyrirtækja mótist af eignarhaldi fyrirtækjanna og fyrri skipan markaðsins? Skoðum annað dæmi um umskipti úr ríkiseinkasölu í samkeppnismarkað. Fram á tíunda áratug fyrri aldar var símaþjónusta í höndum eins ríkisfyrirtækis. Frumkvæði að samkeppni í símaþjónustu kom líka að utan, en breytingin tengdist aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umskiptin voru ekki hnökralaus, en í stórum dráttum gengu þau vel. Ríkið seldi Símann og hætti að skipta sér af starfseminni, nema til þess að sjá um að farið væri að leikreglum. Ný símafyrirtæki spruttu upp og markaður með símaþjónustu varð með líflegri mörkuðum. Fáum dettur nú í hug að taka aftur upp fyrri hætti. Mikilvægt er að rafmagn til orkuskipta sé sótt þangað sem það er ódýrast - hvort sem það verða nýjar virkjanir eða stórnotendur sem nú nýta rafmagnið í sína starfsemi. Löng reynsla og niðurstöður fræðimanna sýna að ekki borgar sig að grípa inn í niðurstöður samkeppnismarkaða nema góðar ástæður séu til. Rask á náttúrunni, mengun eða áhrif á útsýni geta réttlætt sérstök gjöld á framkvæmdir. Það eru miklu hæpnari rök fyrir inngripum að það sé ,,í DNA Íslendinga að við viljum bara ódýra íslenska raforku“, svo að vitnað sé í ummæli ræðumanns á einum orkufundinum í haust. Höfundur er hagfræðingur. [1] Sjá til dæmis grein Tinnu Traustadóttur: Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku, 16.03.2023, sótt af https://www.landsvirkjun.is/frettir/heimili-eiga-ekki-ad-keppa-vid-stornotendur
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun