Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 14:32 Hér má sjá Ahmed Hussein al-Sharaa, leiðtoga HTS-samtakanna í Sýrlandi, virða fyrir sér Damaskus-borg og það reykjarmökk sem talinn er vera vegna loftárásar Ísraela í morgun. Hann hefur lengi gengið undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani en opinberaði raunverulegt nafn sitt á dögunum. HTS Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma. Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma.
Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira