Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2024 20:01 Hassan Shahin klæðskeri rekur saumastofu Hassans á Hverfisgötu. Hann segir að með brotthvarfi Assads frá Sýrlandi sé loksins hægt að eygja von um frið í heimalandinu. Vísir/Sigurjón Sýrlenskur maður sem hefur búið hér á landi í sjö ár segir ólýsanlegan létti að grimmilegri valdatíð Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sé loks lokið. Hann vonar innilega að friður komist nú á í heimalandi sínu og skírði af því tilefni nýfædda dóttur sína Salam sem þýðir friður. Hassan Shahin flúði heimaland sitt Sýrland, vegna ástandsins þar árið 2012 og fór upphaflega til Íraks í leit að betra lífi. Þaðan lá leiðin til Þýskalands og Grikklands. Hann kom svo til Íslands árið 2017 og eiginkona hans árið 2021. Hann hefur síðustu ár rekið farsæla saumastofu á Hverfisgötu og er nýbúinn að stækka við sig. Hassan segir að erfitt að lýsa léttinum yfir að hálfrar aldar grimmilegri valdatíð Assad fjölskyldunnar í Sýrlandi sé loks lokið. Margir að snúa aftur heim til Sýrlands „Þetta er ólýsanlegur léttir. Það hafa margir vinir okkar sem höfðu flúið Sýrland haft samband og segjast ætla fara strax aftur heim til Sýrlands, segir Hassan. Hassan á foreldra og systkini búsett í Damaskus höfuðborg Sýrlands sem hann hefur ekki hitt í þrettán ár. Hann heyrði í þeim um helgina þegar í ljós kom að Assad var flúinn frá landinu. „Þau hringdu strax í mig aðfaranótt sunnudags og voru í skýjunum yfir því að Assad væri farinn. Ég fylgist grannt með fréttum frá Sýrlandi um helgina og gat ekki sofið í sólahring,“ segir Hassan. Bróðir lést á leið til Íslands Hassan segir að gleðin yfir að valdatíð Assad sé lokið sé líka blönduð trega. Hamad 23 ára bróðir hans hafi látist á flótta frá Sýrlandi árið 2021 þegar för hans var heitið hingað til lands „Ég hafði hvatt hann til að koma til Íslands og hann var á því ferðalagi þegar hann lést. Hann var á ferðalagi um eyðimörkina milli Írak og Íran þegar hann örmagnaðist og lést,“ segir Hassan hryggur í bragði. Hassan segir að ríflega hálfrar aldar valdatíð Assad fjölskyldunnar í Sýrlandi skilji eftir sig mikla eyðileggingu og mikið uppbyggingarstarf fram undan. „Assad fjölskyldan skilur eftir sig mikla eyðileggingu og hefur valdið ólýsanlegum hörmungum. Það er mikil vinna sem þarf nú að fara í gang svo hægt sé að byggja landið aftur upp en ég hef mikla trú á samlöndum mínum,“ segir hann. Hún kemur með frið Hassan vonar innilega að friður komist nú á í heimalandinu. Svo heit er óskin að hann og eiginkona hans ákváðu að skíra nýfædda dóttur sína Salam. „Salam þýðir friður á islensku. Hún fæddist þann 24. nóvember og kemur með frið,“ segir hann. Takk Ísland Hassan og fjölskylda hans hafa fest rætur hér á landi og vilja hvergi annar staðar búa. Hann vonar hins vegar að hann geti loksins heimsótt heimaland sitt þegar ástandið róast þar. „Við eigum heima á Íslandi, hér líður okkur ofboðslega vel. Við höfum eignast okkar eigin ættingja hér á landi og eigum í íslenskum vinum okkar, systkini, foreldra og meira segja ömmur og afa. Takk Ísland fyrir að taka svona vel á móti okkur,“ segir Hassan að lokum Sýrland Innflytjendamál Tengdar fréttir Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. 9. desember 2024 14:32 Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. 9. desember 2024 13:05 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hassan Shahin flúði heimaland sitt Sýrland, vegna ástandsins þar árið 2012 og fór upphaflega til Íraks í leit að betra lífi. Þaðan lá leiðin til Þýskalands og Grikklands. Hann kom svo til Íslands árið 2017 og eiginkona hans árið 2021. Hann hefur síðustu ár rekið farsæla saumastofu á Hverfisgötu og er nýbúinn að stækka við sig. Hassan segir að erfitt að lýsa léttinum yfir að hálfrar aldar grimmilegri valdatíð Assad fjölskyldunnar í Sýrlandi sé loks lokið. Margir að snúa aftur heim til Sýrlands „Þetta er ólýsanlegur léttir. Það hafa margir vinir okkar sem höfðu flúið Sýrland haft samband og segjast ætla fara strax aftur heim til Sýrlands, segir Hassan. Hassan á foreldra og systkini búsett í Damaskus höfuðborg Sýrlands sem hann hefur ekki hitt í þrettán ár. Hann heyrði í þeim um helgina þegar í ljós kom að Assad var flúinn frá landinu. „Þau hringdu strax í mig aðfaranótt sunnudags og voru í skýjunum yfir því að Assad væri farinn. Ég fylgist grannt með fréttum frá Sýrlandi um helgina og gat ekki sofið í sólahring,“ segir Hassan. Bróðir lést á leið til Íslands Hassan segir að gleðin yfir að valdatíð Assad sé lokið sé líka blönduð trega. Hamad 23 ára bróðir hans hafi látist á flótta frá Sýrlandi árið 2021 þegar för hans var heitið hingað til lands „Ég hafði hvatt hann til að koma til Íslands og hann var á því ferðalagi þegar hann lést. Hann var á ferðalagi um eyðimörkina milli Írak og Íran þegar hann örmagnaðist og lést,“ segir Hassan hryggur í bragði. Hassan segir að ríflega hálfrar aldar valdatíð Assad fjölskyldunnar í Sýrlandi skilji eftir sig mikla eyðileggingu og mikið uppbyggingarstarf fram undan. „Assad fjölskyldan skilur eftir sig mikla eyðileggingu og hefur valdið ólýsanlegum hörmungum. Það er mikil vinna sem þarf nú að fara í gang svo hægt sé að byggja landið aftur upp en ég hef mikla trú á samlöndum mínum,“ segir hann. Hún kemur með frið Hassan vonar innilega að friður komist nú á í heimalandinu. Svo heit er óskin að hann og eiginkona hans ákváðu að skíra nýfædda dóttur sína Salam. „Salam þýðir friður á islensku. Hún fæddist þann 24. nóvember og kemur með frið,“ segir hann. Takk Ísland Hassan og fjölskylda hans hafa fest rætur hér á landi og vilja hvergi annar staðar búa. Hann vonar hins vegar að hann geti loksins heimsótt heimaland sitt þegar ástandið róast þar. „Við eigum heima á Íslandi, hér líður okkur ofboðslega vel. Við höfum eignast okkar eigin ættingja hér á landi og eigum í íslenskum vinum okkar, systkini, foreldra og meira segja ömmur og afa. Takk Ísland fyrir að taka svona vel á móti okkur,“ segir Hassan að lokum
Sýrland Innflytjendamál Tengdar fréttir Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. 9. desember 2024 14:32 Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. 9. desember 2024 13:05 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. 9. desember 2024 14:32
Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. 9. desember 2024 13:05
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent