Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 18:41 Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi. Nú beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Heidelberg virðist hvergi af baki dottið í þeim efnum og mun leita að annarri staðsetningu. vísir Íbúar í Ölfusi hafa með afgerandi hætti hafnað því að veita fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn. Oddvita minnihlutans er mjög létt, og bæjarstjóri fagnar því að niðurstaðan sé skýr. Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira