Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 22:06 Konan var ekin niður á bílastæði skólans. Myndin er úr safni. Getty Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar. Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar.
Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira