Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 07:05 Maður heldur á tveimur blóðugum snörum sem fundust í Saydnaya-herfangelsinu. Fangelsið hefur verið kallað „sláturhúsið“. AP/Hussein Malla Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi. Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi.
Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira