Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 17:01 Kristrún segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44
Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent