Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga.
Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki.
„Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni.
Lítur líkleg á sig sem hetju
Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“
Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum.

Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar.
Grunaði hann alls ekki
New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega.

„Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar.
„Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“
Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur.
Bakveikindi tekið mikið á
Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega.
„Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin.
„Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“