Vonbetri eftir daginn í dag Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. desember 2024 17:43 Þorgerður Katrín segist bjartsýn eftir viðræður dagsins. Vísir/Vilhelm „Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23