Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 08:00 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar í gærkvöld. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira