Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 09:03 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP/Embætti forseta Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05