Oft ríkir mikil eftirvænting fyrir vali Time á manneskju ársins en það hefur blaðið gert í bráðum hundrað ár í röð en útnefninguna hlýtur sá sem tímaritið telur hafa haft hvað mest áhrif á umheiminn ár hvert. Og í þetta sinn er það enginn annar en Donald Trump. Venju samkvæmt settist blaðamaður Time niður með manneskju ársins, í þetta sinn á heimili Trump í Mar-A-Lago sem lýst er skemmtilega í grein Eric Cortellessa, blaðamanns Time, um útnefninguna.
Donald Trump is TIME's Person of the Year https://t.co/IjP5W2otV5 pic.twitter.com/CVHX9o0DB3
— TIME (@TIME) December 12, 2024
Í greininni er því lýst hvernig fyrsta kjörtímabil Trumps, árin 2016 til 2020 hafi endað með hætti sem honum væri ekki til sóma. Hann hafi reynt að snúa við úrslitum kosninganna árið 2020 sem hafi leitt til árásár á þinghúsið í Washington í janúar árið eftir.
„Hann var sniðgenginn af flestum flokksmönnum Repúblikanaflokksins þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram árið 2022, á sama tíma og hann sætti fjölda sakamálarannsókna,“ segir meðal annars í umfjöllun Time. Rétt rúmu ári síðar hafi Trump síðan gjörsigrað flokkinn til baka og tryggt sér eitt umdeildasta forsetakjör sögunnar.