Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Dýrheimar 16. desember 2024 11:10 Jóhanna Líf Halldórsdóttir hjá Dýrheimum mælir með vörunum frá Bio Groom svo feldur gæludýranna verði glansandi fínn. Glansandi feldur er gjarnan merki um heilbrigt gæludýr en til að ná því þarf aðeins meira en að beita burstanum öðru hvoru. Hér eru nokkur ráð frá Dýrheimum til að viðhalda feldi hunda og katta í toppstandi. Nauðsynlegt er að bursta reglulega Að bursta er einn mikilvægasti þátturinn í feldumhirðu sérstaklega þegar kemur að hundum. Það fjarlægir laus hár og dauðar húðfrumur, kemur í veg fyrir flækjur, dreifir náttúrulegum olíum um feldinn. Kettir sjá yfirleitt sjálfir um feldinn en þeir njóta þó einnig góðs af því að láta bursta sig daglega, síðhærðir kettir krefjast þó meiri feldhirðu. Regluleg burstun minnkar hárlos og kemur í veg fyrir að hárboltar myndist. „Gott er að nota næringarsprey fyrir burstunina eða flókasprey til þess að næra og verja feldinn og fyrirbyggja slit við burstun," segir Jóhanna Líf Halldórsdóttir hjá Dýrheimum. Spurð hversu oft eigi að bursta gæludýrið segir hún það fara eftir tegund dýrsins og feldinum sjálfum en allar tegundir hunda ætti þó að bursta daglega og sérstaklega þá með síðhærðan feld. „Sum dýr gætu þurft meiri snyrtingu á 4-12 vikna fresti. Baða má hvolpa og kettlinga eftir þörfum með sérstökum mildum feldvörum sérstaklega ætluðum þeim. Mikilvægt er að hafa í huga að velja ávallt vörur ætlaðar gæludýrum. Feldurinn veitir vörn gegn ytri aðstæðum, svo sem hita, kulda og óhreinindum og heilbrigð húð hjálpar einnig til við að hindra myndun húðsjúkdóma. Með reglulegri feldumhriðu má stuðla að eðlilegri endurnýjun feldsins," segir Jóhanna Líf. Mikilvægt er að baða reglulega Notkun rangra efna getur orsakað þurrk og ertingu í húð. Að baða gæludýrið er annar mikilvægur þáttur í feldumhirðu. Flesta hunda ætti að baða á 2 vikna fresti eða einu sinni í mánuði, eftir því hversu mikið virkt dýrið er og hverskonar feld það hefur. Kettir þurfa sjaldnar bað þar sem þeir þrífa sig sjálfir en þeir hafa þó gott af einstaka baðferðum, sérstaklega ef þeir eru með síðan og þykkan feld. Jóhanna segir mikilvægt að nota réttu efnin og áhöldin þegar gæludýrið er baðað heima. „Notkun rangra efna getur haft áhrif á fitujafnvægi húðarinnar og leitt til þurrks og ertingar. Eftir baðið þarf einnig að þurrka gæludýrið vel og bursta allar flækjur. Mikilvægt er að venja gæludýrið við baðferðir snemma til að stuðla að bættri vellíðan þeirra." Næring fyrir húð og feld Mikilvægt er að venja gæludýrið við baðferðir snemma til að stuðla að bættri vellíðan þeirra og nota réttar vörur. Fóður skiptir máli fyrir ástand feldsins. Rétt samsett og næringarríkt fóður stuðlar að heilbrigðari húð og feldi. Skortur á réttri næringu getur valdið hárlosi, dauflegum feldi eða jafnvel hármissi. „Mikilvægt er að næra gæludýrið miðað við aldur og líkamlegt ástand en auk næringar geta einstaklingsbundnir þættir, t.d. veikleikar tegundar, haft áhrif á húð og feld en sumar tegundir eru sérstaklega viðkvæmar fyrir ákveðnum húðvandamálum," útskýrir Jóhanna Líf. Ganga ætti úr skugga um að fóðrið innihaldi mikilvæg næringarefni eins og Omega-3 og Omega-6 fitusýrur því þau hjálpa til við að viðhalda heilbrigðum feldi og draga úr bólgum. Vítamín og steinefni eru einnig mikilvæg. E- vítamín gefur húðinni raka meðan A-vítamín hjálpar við vöxt og endurnýjun fruma. Sink hjálpar til við gróanda í húð og Kopar stuðlar að kollagenmyndun og viðhaldi á lit feldsins. Húðvandamál og sníkjudýr Mikilvægt er að fylgjast með húð gæludýrsins og merkjum um ertingu eða sýkingar. Mikill kláði, rauðir eða hárlausir blettir og flagnandi húð eru oft merki þess að eitthvað sé að. Þessi einkenni geta bent til þess að gæludýrið sé með sníkjudýr eða jafnvel sýkingu í húð. „Ef fólk verður vart við þessi einkenni hjá gæludýrinu ætti að hafa samband við dýralækni," segir Jóhanna og bendir á að regluleg skimun fyrir sníkjudýrum og regluleg umönnun hjálpi við að halda húð og feldi dýrsins í góðu standi. Að velja réttu vörurnar Hafa þarf í huga að hár- og snyrtivörur sem ætlaðar eru fólki eru oft of sterkar fyrir húð gæludýra og geta valdið ertingu. Leita ætti eftir mildum hunda- og kattasjampóum sem eru hönnuð með hliðsjón af þörfum dýranna, svo sem sjampóum sem styrkja lit feldsins og úða eða hárnæringu sem vinnur gegn hárlosi og bætir áferð feldsins. Bio-Groom er leiðandi vörumerki í hunda- og kattasnyrtingu. Rétt áhöld eru jafn mikilvæg og aðferðin við umhirðuna. Mismunandi burstar og greiður henta ólíkum gerðum felds. Ganga þarf úr skugga um að rétt áhöld séu notuð og forðast að bursta feldinn harkalega. Það getur valdið ertingu eða jafnvel hármissi. Fagaðili getur mælt með bestu burstunum fyrir tegund gæludýrsins og gerð feldsins. Fer gæludýrið mikið úr hárum? Feldskipti eiga sér stað hjá flestum (en ekki öllum) tegundum þar sem feldurinn endurnýjar sig í meira magni yfir ákveðið tímabil, yfirleitt við hitabreytingar á vorin og haustin. Mikilvægt er því að huga vel að feldumhirðu við árstíðaskipti og bursta þá gæludýrið daglega. Yfir kaldari mánuði er sérstaklega mikilvægt að halda gæludýrinu þurru og passa að því sé hlýtt. Heilbrigður feldur veitir náttúrulega einangrun gegn kulda! „Gott er að þurrka gæludýrið vel eftir göngutúra og nota jafnvel leave-in hárnæringu sem hjálpar til við að hrinda burt óhreinindum og raka, nærir feld dýrsins og ver hann fyrir veðrinu á kaldari mánuðum," segir Jóhanna. Í kuldatíð eins og núna þarf að þurrka gæludýrið vel eftir bað og blauta göngutúra. En hvað væri gott að nota í sparibaðið? Bio-Groom er leiðandi vörumerki í hunda- og kattasnyrtingu og býður upp á fjölbreytt úrval af vörum sem eru sérstaklega hannaðar til að tryggja að feldur og húð hunda og katta verði bæði falleg og heilbrigð. Með því að nýta náttúruleg efni og mildar formúlur sem má vatnsblanda vel, tryggir Bio-Groom góða feldumhirðu án þess að hafa áhrif á náttúrulega hæfni feldsins. „Síðhærðan hund væri til dæmis gott að baða með Bio-Groom Indulge sjampói og næringu sem nærir feld og húð með E-vítamíni, línólusýru og Ómega 6 fitusýrum. Þær stuðlar meðal annars að því að róa húðina og hlúa að því að næra hana vel sem er afar mikilvægt yfir kuldatíðina sem gengur yfir," útskýrir Jóhanna. „Með snögghærða hunda væri ráðlagt að nota t.d. Bio-Groom So-Gentle sjampó og hárnæringu sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og þurrkar ekki náttúrulegar olíur í húð og feld hundsins. Ef hárlos er óeðlilega mikið má baða gæludýrið upp úr sérstöku Anti-Shed sjampói og hárnæringu sem dregur strax mikið úr hárlosi bæði fyrir snögg- og síðhærða hunda," segir hún. Nánari upplýsingar um einstakar Bio-Groom vörur má finna hér. Gæludýr Jól Hundar Kettir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Nauðsynlegt er að bursta reglulega Að bursta er einn mikilvægasti þátturinn í feldumhirðu sérstaklega þegar kemur að hundum. Það fjarlægir laus hár og dauðar húðfrumur, kemur í veg fyrir flækjur, dreifir náttúrulegum olíum um feldinn. Kettir sjá yfirleitt sjálfir um feldinn en þeir njóta þó einnig góðs af því að láta bursta sig daglega, síðhærðir kettir krefjast þó meiri feldhirðu. Regluleg burstun minnkar hárlos og kemur í veg fyrir að hárboltar myndist. „Gott er að nota næringarsprey fyrir burstunina eða flókasprey til þess að næra og verja feldinn og fyrirbyggja slit við burstun," segir Jóhanna Líf Halldórsdóttir hjá Dýrheimum. Spurð hversu oft eigi að bursta gæludýrið segir hún það fara eftir tegund dýrsins og feldinum sjálfum en allar tegundir hunda ætti þó að bursta daglega og sérstaklega þá með síðhærðan feld. „Sum dýr gætu þurft meiri snyrtingu á 4-12 vikna fresti. Baða má hvolpa og kettlinga eftir þörfum með sérstökum mildum feldvörum sérstaklega ætluðum þeim. Mikilvægt er að hafa í huga að velja ávallt vörur ætlaðar gæludýrum. Feldurinn veitir vörn gegn ytri aðstæðum, svo sem hita, kulda og óhreinindum og heilbrigð húð hjálpar einnig til við að hindra myndun húðsjúkdóma. Með reglulegri feldumhriðu má stuðla að eðlilegri endurnýjun feldsins," segir Jóhanna Líf. Mikilvægt er að baða reglulega Notkun rangra efna getur orsakað þurrk og ertingu í húð. Að baða gæludýrið er annar mikilvægur þáttur í feldumhirðu. Flesta hunda ætti að baða á 2 vikna fresti eða einu sinni í mánuði, eftir því hversu mikið virkt dýrið er og hverskonar feld það hefur. Kettir þurfa sjaldnar bað þar sem þeir þrífa sig sjálfir en þeir hafa þó gott af einstaka baðferðum, sérstaklega ef þeir eru með síðan og þykkan feld. Jóhanna segir mikilvægt að nota réttu efnin og áhöldin þegar gæludýrið er baðað heima. „Notkun rangra efna getur haft áhrif á fitujafnvægi húðarinnar og leitt til þurrks og ertingar. Eftir baðið þarf einnig að þurrka gæludýrið vel og bursta allar flækjur. Mikilvægt er að venja gæludýrið við baðferðir snemma til að stuðla að bættri vellíðan þeirra." Næring fyrir húð og feld Mikilvægt er að venja gæludýrið við baðferðir snemma til að stuðla að bættri vellíðan þeirra og nota réttar vörur. Fóður skiptir máli fyrir ástand feldsins. Rétt samsett og næringarríkt fóður stuðlar að heilbrigðari húð og feldi. Skortur á réttri næringu getur valdið hárlosi, dauflegum feldi eða jafnvel hármissi. „Mikilvægt er að næra gæludýrið miðað við aldur og líkamlegt ástand en auk næringar geta einstaklingsbundnir þættir, t.d. veikleikar tegundar, haft áhrif á húð og feld en sumar tegundir eru sérstaklega viðkvæmar fyrir ákveðnum húðvandamálum," útskýrir Jóhanna Líf. Ganga ætti úr skugga um að fóðrið innihaldi mikilvæg næringarefni eins og Omega-3 og Omega-6 fitusýrur því þau hjálpa til við að viðhalda heilbrigðum feldi og draga úr bólgum. Vítamín og steinefni eru einnig mikilvæg. E- vítamín gefur húðinni raka meðan A-vítamín hjálpar við vöxt og endurnýjun fruma. Sink hjálpar til við gróanda í húð og Kopar stuðlar að kollagenmyndun og viðhaldi á lit feldsins. Húðvandamál og sníkjudýr Mikilvægt er að fylgjast með húð gæludýrsins og merkjum um ertingu eða sýkingar. Mikill kláði, rauðir eða hárlausir blettir og flagnandi húð eru oft merki þess að eitthvað sé að. Þessi einkenni geta bent til þess að gæludýrið sé með sníkjudýr eða jafnvel sýkingu í húð. „Ef fólk verður vart við þessi einkenni hjá gæludýrinu ætti að hafa samband við dýralækni," segir Jóhanna og bendir á að regluleg skimun fyrir sníkjudýrum og regluleg umönnun hjálpi við að halda húð og feldi dýrsins í góðu standi. Að velja réttu vörurnar Hafa þarf í huga að hár- og snyrtivörur sem ætlaðar eru fólki eru oft of sterkar fyrir húð gæludýra og geta valdið ertingu. Leita ætti eftir mildum hunda- og kattasjampóum sem eru hönnuð með hliðsjón af þörfum dýranna, svo sem sjampóum sem styrkja lit feldsins og úða eða hárnæringu sem vinnur gegn hárlosi og bætir áferð feldsins. Bio-Groom er leiðandi vörumerki í hunda- og kattasnyrtingu. Rétt áhöld eru jafn mikilvæg og aðferðin við umhirðuna. Mismunandi burstar og greiður henta ólíkum gerðum felds. Ganga þarf úr skugga um að rétt áhöld séu notuð og forðast að bursta feldinn harkalega. Það getur valdið ertingu eða jafnvel hármissi. Fagaðili getur mælt með bestu burstunum fyrir tegund gæludýrsins og gerð feldsins. Fer gæludýrið mikið úr hárum? Feldskipti eiga sér stað hjá flestum (en ekki öllum) tegundum þar sem feldurinn endurnýjar sig í meira magni yfir ákveðið tímabil, yfirleitt við hitabreytingar á vorin og haustin. Mikilvægt er því að huga vel að feldumhirðu við árstíðaskipti og bursta þá gæludýrið daglega. Yfir kaldari mánuði er sérstaklega mikilvægt að halda gæludýrinu þurru og passa að því sé hlýtt. Heilbrigður feldur veitir náttúrulega einangrun gegn kulda! „Gott er að þurrka gæludýrið vel eftir göngutúra og nota jafnvel leave-in hárnæringu sem hjálpar til við að hrinda burt óhreinindum og raka, nærir feld dýrsins og ver hann fyrir veðrinu á kaldari mánuðum," segir Jóhanna. Í kuldatíð eins og núna þarf að þurrka gæludýrið vel eftir bað og blauta göngutúra. En hvað væri gott að nota í sparibaðið? Bio-Groom er leiðandi vörumerki í hunda- og kattasnyrtingu og býður upp á fjölbreytt úrval af vörum sem eru sérstaklega hannaðar til að tryggja að feldur og húð hunda og katta verði bæði falleg og heilbrigð. Með því að nýta náttúruleg efni og mildar formúlur sem má vatnsblanda vel, tryggir Bio-Groom góða feldumhirðu án þess að hafa áhrif á náttúrulega hæfni feldsins. „Síðhærðan hund væri til dæmis gott að baða með Bio-Groom Indulge sjampói og næringu sem nærir feld og húð með E-vítamíni, línólusýru og Ómega 6 fitusýrum. Þær stuðlar meðal annars að því að róa húðina og hlúa að því að næra hana vel sem er afar mikilvægt yfir kuldatíðina sem gengur yfir," útskýrir Jóhanna. „Með snögghærða hunda væri ráðlagt að nota t.d. Bio-Groom So-Gentle sjampó og hárnæringu sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og þurrkar ekki náttúrulegar olíur í húð og feld hundsins. Ef hárlos er óeðlilega mikið má baða gæludýrið upp úr sérstöku Anti-Shed sjampói og hárnæringu sem dregur strax mikið úr hárlosi bæði fyrir snögg- og síðhærða hunda," segir hún. Nánari upplýsingar um einstakar Bio-Groom vörur má finna hér.
Gæludýr Jól Hundar Kettir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira