Arsenal fann enga leið gegn Everton Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 16:45 Leikmenn Arsenal náðu sér ekki á strik gegn Everton í dag. Getty/Stuart MacFarlane Arsenal varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Everton í dag, í bragðdaufum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal var mikið meira með boltann í leiknum en skapaði sér fá færi, og þegar það tókst var Jordan Pickford vandanum vaxinn í marki gestanna. Undir lokin var möguleiki á að Arsenal fengi vítaspyrnu, eftir baráttu Vitalii Mykolenko og Thomas Partey, en að lokinni skoðun á myndbandi var ekkert dæmt. Þetta var annað jafntefli Arsenal í röð í deildinni en liðið er þó taplaust í síðustu sex deildarleikjum. Arsenal er núna með 30 stig í 3. sæti deildarinnar og Manchester City gæti jafnað liðið að stigum með sigri gegn Manchester United á morgun. Arsenal er stigi á eftir Chelsea sem núna á leik til góða við Brentford á morgun. Everton er með 15 stig í 15. sæti. Enski boltinn
Arsenal varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Everton í dag, í bragðdaufum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal var mikið meira með boltann í leiknum en skapaði sér fá færi, og þegar það tókst var Jordan Pickford vandanum vaxinn í marki gestanna. Undir lokin var möguleiki á að Arsenal fengi vítaspyrnu, eftir baráttu Vitalii Mykolenko og Thomas Partey, en að lokinni skoðun á myndbandi var ekkert dæmt. Þetta var annað jafntefli Arsenal í röð í deildinni en liðið er þó taplaust í síðustu sex deildarleikjum. Arsenal er núna með 30 stig í 3. sæti deildarinnar og Manchester City gæti jafnað liðið að stigum með sigri gegn Manchester United á morgun. Arsenal er stigi á eftir Chelsea sem núna á leik til góða við Brentford á morgun. Everton er með 15 stig í 15. sæti.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn