Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Forlagið 17. desember 2024 08:56 Nýjasta skáldsaga Bennýjar Sifjar Ísleifsdóttur ber heitið Speglahúsiðþ Sagan gerist í Mjóafirði á Austurlandi og flakkar milli tveggja tímaskeiða, samtímans og sjötta áratugs 20. aldar. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir. Sögusvið flestra skáldsagna Bennýjar Sifjar Ísleifsdóttur er sjávarþorp úti á landi einhvern tímann á síðustu öld þar sem höfundur fjallar haganlega um sorgir og sigra sögupersónanna og lesandinn getur vart annað en hrifist með. Benný heldur sig á skyldum slóðum í nýjustu skáldsögu sinni sem ber heitið Speglahúsið en hún gerist í Mjóafirði á Austurlandi og flakkar milli tveggja tímaskeiða, samtímans og sjötta áratugs 20. aldar. Í samtímanum leggur Rósa, miðaldra hárgreiðslukona í Reykjavík, skærin á hilluna og flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Hún hefur keypt húsið Brekkufót, kallar það Lísuhús og opnar þar lítið kaffihús þar sem gestum býðst að leggjast á bekk undir eldhúsglugga og sjá út um hann með hjálp spegla. Meðan legugestir setja sig í spor Lísu sem lá á þessum sama bekk um miðja síðustu öld bakar Rósa fyrir kaffihúsið og setur sig í spor Katrínar ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið á 6. áratugnum. Sögurnar tvinnast saman, þær af Rósu í Lísuhúsi og Lísu, Katrínu og öðru heimilisfólki á Brekkufæti. Rósa er skyggn og fyrri íbúar hússins verða henni smátt og smátt næstum raunverulegri en afkomendur hennar sem hrannast að henni í Lísuhúsi og reyna að pota henni aftur í hlutverk þjónandi ömmu og mömmu. Sagan tekur nýja stefnu þegar barnsfeður Katrínar og Lísu koma óvænt landleiðina í fjörðinn og við tekur æsispennandi atburðarás. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessari skáldsögu? „Það var tvennt sem kom til. Annars vegar saga úr æsku og hins vegar kynni mín af Mjóafirði,“ segir Benný. „Þegar ég var að alast upp á Eskifirði var faðir minn á sjó á Fáskrúðsfirði og ég fór oft með mömmu að sækja hann. Á þessum ferðum okkar hafði mamma yfir nöfn allra sveitabæja á leiðinni og sagði mér jafnframt sögur sem tengdust bæjunum. Þegar við keyrðum fram hjá Sómastöðum í Reyðarfirði sagði hún mér frá konu sem lá rúmföst innan við glugga og hafði spegil yfir höfðalaginu til að sjá út. Í mínu minni er sagan að minnsta kosti um konu en eftir að bókin kom út var mér bent á að það var karlmaður sem lá innan við gluggann á Sómastöðum og sjálfsagt hefur mamma vitað það en ég haft þessi „kynjaskipti“ upp á mitt eindæmi.“ Benný Sif við bryggjuna í Mjóafirði sem er sögusvið bókarinnar Speglahúsið. Þessi saga vakti henni depurð sem barn enda segir hún börn vita fátt verra en að sitja kyrr og í huganum lagðist hún í rúmið undir glugganum og sá veginn fyrir utan með hjálp spegilsins. „Mér þótti það ekki merkileg sjón og ég vissi að mér myndi drepleiðast. Þegar svo við fjölskyldan eignuðumst hús í Mjóafirði á vormánuðum 2022 og ég hafði dvalið þar um tíma þótti mér staðurinn upplagður til að fóstra þessa æskuminningu. Mig langaði að opna á minninguna og velta fyrir mér nægjusemi og hæglæti. Við búum í neyslu- og upplifanadrifnum heimi og hagræðum „speglum“ til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna. Mig langaði að draga það fram og sömuleiðis nota spegla til að bera saman kynslóðir; skoða tengsl, skilning og væntingar þar á milli í breyttri veröld.“ Benný Sif er fædd árið 1970 á Eskifirði og ólst þar upp. Hún lauk meistaraprófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands, prófi í hagnýtri íslensku og tók að auki diplómanám í Youth and Community Studies frá Saint Martin´s College. Hvernig hefur þetta fjölbreytta nám nýst þér í skrifum þínum? „Ómeðvitað nýtum við auðvitað fengna reynslu í verkefnum lífsins og hvað varðar bókaskrif í mínu tilfelli kemur það sér vel að íslenska var alla tíð uppáhaldsfag mitt í skóla. Ég hef gott vald á málinu og get leikið mér að því. Þjóðfræðin kenndi mér fyrst og fremst að allt í mannlegu samfélagi er áhugavert og þess virði að því sé gaumur gefinn. Hefðir og venjur daglegs lífs eru undir smásjánni í þjóðfræðináminu, tengsl fólks og hópa, sjálfsmyndir einstaklinga og hópa og mér þykir það heillandi, endalaus uppspretta vangaveltna um af hverju við erum eins og við erum og hvernig við erum saman sett. Hvað varðar nám mitt í Bretlandi, sem var einskonar samfélagsfræði, held ég að það nýtist mér einkum sem reynsla af því að búa í öðru landi.“ Benný Sif hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2018 fyrir fyrstu skáldsögu sína, Grímu, en styrkirnir eru veittir árlega til útgáfu á skáldverkum höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. „Reyndar gaf ég út tvær bækur það ár, Grímu, og barnabókina Jólasveinarannsóknina þannig að þetta var ansi eftirminnilegt ár. Ég gaf út mínar fyrstu bækur 48 ára gömul og var því seinna á ferðinni en flestir aðrir höfundar.“ Í kjölfarið fylgdu tvær barnabækur, Álfarannsóknin og Einstakt jólatré, og þrjár skáldsögur, Hansdætur, Djúpið og Gratíana. Skáldsagan Hansdætur, sem kom út 2020, sló rækilega í gegn og var Benný Sif meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins. Gratíana, sem kom út árið 2022 er framhald hennar og styrkti Benný Sif í sessi sem einn af mest spennandi rithöfundum sinnar kynslóðar. Hvers konar bækur lest þú helst? „Ég les mest bækur íslenskra höfunda, nýjar og eldri skáldsögur, og eftir því sem ég kynnist fleiri höfundum verð ég forvitnari um skrif þeirra og það bitnar á erlendum höfundum. Ég reyni nú samt að taka syrpur í þýðingum og fylgjast með, sama gildir um barnabækur. Svo er ég veik fyrir allskyns sögulegum fróðleik og gríp stundum í ævisögur.“ Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira
Benný heldur sig á skyldum slóðum í nýjustu skáldsögu sinni sem ber heitið Speglahúsið en hún gerist í Mjóafirði á Austurlandi og flakkar milli tveggja tímaskeiða, samtímans og sjötta áratugs 20. aldar. Í samtímanum leggur Rósa, miðaldra hárgreiðslukona í Reykjavík, skærin á hilluna og flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Hún hefur keypt húsið Brekkufót, kallar það Lísuhús og opnar þar lítið kaffihús þar sem gestum býðst að leggjast á bekk undir eldhúsglugga og sjá út um hann með hjálp spegla. Meðan legugestir setja sig í spor Lísu sem lá á þessum sama bekk um miðja síðustu öld bakar Rósa fyrir kaffihúsið og setur sig í spor Katrínar ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið á 6. áratugnum. Sögurnar tvinnast saman, þær af Rósu í Lísuhúsi og Lísu, Katrínu og öðru heimilisfólki á Brekkufæti. Rósa er skyggn og fyrri íbúar hússins verða henni smátt og smátt næstum raunverulegri en afkomendur hennar sem hrannast að henni í Lísuhúsi og reyna að pota henni aftur í hlutverk þjónandi ömmu og mömmu. Sagan tekur nýja stefnu þegar barnsfeður Katrínar og Lísu koma óvænt landleiðina í fjörðinn og við tekur æsispennandi atburðarás. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessari skáldsögu? „Það var tvennt sem kom til. Annars vegar saga úr æsku og hins vegar kynni mín af Mjóafirði,“ segir Benný. „Þegar ég var að alast upp á Eskifirði var faðir minn á sjó á Fáskrúðsfirði og ég fór oft með mömmu að sækja hann. Á þessum ferðum okkar hafði mamma yfir nöfn allra sveitabæja á leiðinni og sagði mér jafnframt sögur sem tengdust bæjunum. Þegar við keyrðum fram hjá Sómastöðum í Reyðarfirði sagði hún mér frá konu sem lá rúmföst innan við glugga og hafði spegil yfir höfðalaginu til að sjá út. Í mínu minni er sagan að minnsta kosti um konu en eftir að bókin kom út var mér bent á að það var karlmaður sem lá innan við gluggann á Sómastöðum og sjálfsagt hefur mamma vitað það en ég haft þessi „kynjaskipti“ upp á mitt eindæmi.“ Benný Sif við bryggjuna í Mjóafirði sem er sögusvið bókarinnar Speglahúsið. Þessi saga vakti henni depurð sem barn enda segir hún börn vita fátt verra en að sitja kyrr og í huganum lagðist hún í rúmið undir glugganum og sá veginn fyrir utan með hjálp spegilsins. „Mér þótti það ekki merkileg sjón og ég vissi að mér myndi drepleiðast. Þegar svo við fjölskyldan eignuðumst hús í Mjóafirði á vormánuðum 2022 og ég hafði dvalið þar um tíma þótti mér staðurinn upplagður til að fóstra þessa æskuminningu. Mig langaði að opna á minninguna og velta fyrir mér nægjusemi og hæglæti. Við búum í neyslu- og upplifanadrifnum heimi og hagræðum „speglum“ til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna. Mig langaði að draga það fram og sömuleiðis nota spegla til að bera saman kynslóðir; skoða tengsl, skilning og væntingar þar á milli í breyttri veröld.“ Benný Sif er fædd árið 1970 á Eskifirði og ólst þar upp. Hún lauk meistaraprófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands, prófi í hagnýtri íslensku og tók að auki diplómanám í Youth and Community Studies frá Saint Martin´s College. Hvernig hefur þetta fjölbreytta nám nýst þér í skrifum þínum? „Ómeðvitað nýtum við auðvitað fengna reynslu í verkefnum lífsins og hvað varðar bókaskrif í mínu tilfelli kemur það sér vel að íslenska var alla tíð uppáhaldsfag mitt í skóla. Ég hef gott vald á málinu og get leikið mér að því. Þjóðfræðin kenndi mér fyrst og fremst að allt í mannlegu samfélagi er áhugavert og þess virði að því sé gaumur gefinn. Hefðir og venjur daglegs lífs eru undir smásjánni í þjóðfræðináminu, tengsl fólks og hópa, sjálfsmyndir einstaklinga og hópa og mér þykir það heillandi, endalaus uppspretta vangaveltna um af hverju við erum eins og við erum og hvernig við erum saman sett. Hvað varðar nám mitt í Bretlandi, sem var einskonar samfélagsfræði, held ég að það nýtist mér einkum sem reynsla af því að búa í öðru landi.“ Benný Sif hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2018 fyrir fyrstu skáldsögu sína, Grímu, en styrkirnir eru veittir árlega til útgáfu á skáldverkum höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. „Reyndar gaf ég út tvær bækur það ár, Grímu, og barnabókina Jólasveinarannsóknina þannig að þetta var ansi eftirminnilegt ár. Ég gaf út mínar fyrstu bækur 48 ára gömul og var því seinna á ferðinni en flestir aðrir höfundar.“ Í kjölfarið fylgdu tvær barnabækur, Álfarannsóknin og Einstakt jólatré, og þrjár skáldsögur, Hansdætur, Djúpið og Gratíana. Skáldsagan Hansdætur, sem kom út 2020, sló rækilega í gegn og var Benný Sif meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins. Gratíana, sem kom út árið 2022 er framhald hennar og styrkti Benný Sif í sessi sem einn af mest spennandi rithöfundum sinnar kynslóðar. Hvers konar bækur lest þú helst? „Ég les mest bækur íslenskra höfunda, nýjar og eldri skáldsögur, og eftir því sem ég kynnist fleiri höfundum verð ég forvitnari um skrif þeirra og það bitnar á erlendum höfundum. Ég reyni nú samt að taka syrpur í þýðingum og fylgjast með, sama gildir um barnabækur. Svo er ég veik fyrir allskyns sögulegum fróðleik og gríp stundum í ævisögur.“
Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira