Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu 15. desember 2024 21:07 Kvöldið var erfitt fyrir leikmenn Southampton. Vísir/Getty Tottenham valtaði yfir lið Southampton þegar liðin mættust á St. Marys leikvanginum í dag. Spurs skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fagnaði að lokum 5-0 sigri. Southampton hefur ekki átt sjö dagana sæla í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og var eitt og yfirgefið í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Tottenham í dag. Lið Tottenham hefur átt í bölvuðum vandræðum með að ná stöðugleika í sínum leik, unnið glæsta sigra en tapað illa þess á milli. Það varð fljótt ljóst að leikurinn í dag yrði einn af þessum glæstu sigrum Tottenham. Liðið var komið í 3-0 eftir stundarfjórðung eftir mörk frá James Maddison, Heung-Min Son og Dejan Kulusevski. Mark Maddison kom aðeins eftir 36 sekúndur. Spurs bætti tveimur mörkum við áður en fyrri hálfleikur var á enda. Pape Sarr skoraði fjórða markið á 25. mínútu og Maddison bætti fimmta markinu við í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik slokknaði hins vegar á gestunum. Leikurinn einfaldlega fjaraði rólega út og lokatölur urðu 5-0. Martröð fyrir Southampton sem er níu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Tottenham er í 10. sæti og ekki langt í liðin í sætunum fyrir ofan. Enski boltinn
Tottenham valtaði yfir lið Southampton þegar liðin mættust á St. Marys leikvanginum í dag. Spurs skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fagnaði að lokum 5-0 sigri. Southampton hefur ekki átt sjö dagana sæla í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og var eitt og yfirgefið í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Tottenham í dag. Lið Tottenham hefur átt í bölvuðum vandræðum með að ná stöðugleika í sínum leik, unnið glæsta sigra en tapað illa þess á milli. Það varð fljótt ljóst að leikurinn í dag yrði einn af þessum glæstu sigrum Tottenham. Liðið var komið í 3-0 eftir stundarfjórðung eftir mörk frá James Maddison, Heung-Min Son og Dejan Kulusevski. Mark Maddison kom aðeins eftir 36 sekúndur. Spurs bætti tveimur mörkum við áður en fyrri hálfleikur var á enda. Pape Sarr skoraði fjórða markið á 25. mínútu og Maddison bætti fimmta markinu við í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik slokknaði hins vegar á gestunum. Leikurinn einfaldlega fjaraði rólega út og lokatölur urðu 5-0. Martröð fyrir Southampton sem er níu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Tottenham er í 10. sæti og ekki langt í liðin í sætunum fyrir ofan.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn