Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 22:02 Linda Dröfn veltir fyrir sér hvort dómurinn væri ekki þyngri ef ótengdur aðili hefði farið inn á heimili og viðhaft sömu verknaðaraðferð. Vísir/Einar Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“ Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“
Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira