„Þetta er bara komið til að vera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 23:27 Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna. vísir/bjarni Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira