Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2024 10:26 Úkraínskir hermenn á ferðinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint AP/Evgeniy Maloletka Rússneski herinn skaut í morgun nærri því hundrað eldflaugum og rúmlega tvö hundruð drónum að Úkraínu. Árásin beindist að miklu leyti að orkuinnviðum ríkisins, eins og svo margar árásir hafa gert áður, en þessi þykir hafa verið einstaklega umfangsmikil. Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53
Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30