Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 10:57 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra, í það minnsta þessa stundina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sér þætti skemmtilegt að sitja í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur flokkum“. Þar vísar hann til Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem funda nú stíft um myndun ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira