Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 13. desember 2024 13:00 Viðskiptaráð hefur birt óskalistann sinn fyrir þessi jól um að afnema réttindi opinbers starfsfólks. Í mörg ár, og oft á ári, hafa þessi hagsmunasamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði fjallað með neikvæðum hætti um opinbera starfsmenn. Stundum er það nánast önnur hver frétt á heimasíðunni þeirra. Eru fyrirtæki og félög virkilega að halda uppi sameiginlegum samtökum, Viðskiptaráði, til að tala fyrir skerðingu réttinda fólks sem vinnur við að mennta, annast, hjúkra og gæta öryggis þeirra, barna þeirra, ættingja og starfsfólks? Aðild að Viðskiptaráði eiga m.a. Íslandsbanki (sem er að hluta í eigu ríksins), Landsbankinn (í eigu ríkisins), Menntasjóður námsmanna (ríkisstofnun), Orkuveitan (sem er í eigu sveitarfélaga), Advania, Bónus, CCP, Capacent, Deloitte, Epal, Góð samskipti, Hagkaup, Icelandair, Íslenskur toppfótbolti, Krónan, LMG Lögmenn, Olís, Mjólkursamsalan, Nói Siríus, Sjávarklasinn og Vinnvinn. Vilja þessir aðilar skerða réttindi starfsfólks hins opinbera? Þau réttindi opinberra starfsmanna sem Viðskiptaráð óskar sér heitast að verði afnumin eru sjálfsögð réttindi á borð við styttingu vinnuvikunnar, veikindarétt, starfsöryggi og orlofsrétt. Öll þessi atriði eru hluti af kjarasamningum fyrir starfsfólk sveitarfélaga, nær öll hluti af kjarasamningum fyrir starfsfólk ríkisins og afrakstur áralangrar baráttu launafólks á opinberum vinnumarkaði. Þessi réttindi er því ekki hægt að skerða nema að segja verkalýðshreyfingunni stríð á hendur. Stytting vinnuvikunnar Í áróðri Viðskiptaráðs eru dregnar ályktanir um launakjör út frá unnum stundum á viku á opinberum vinnumarkaði annars vegar og almennum hins vegar. Svo virðist sem gert sé ráð fyrir því að öll séu í fullri vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að færri unnar stundir launafólks á opinberum vinnumarkaði endurspegla að einhverju leyti styttri vinnuviku en ekki síður þá staðreynd að hærra hlutfall launafólks á opinberum vinnumarkaði er í hlutastörfum og á það einkum við um konur. Strákarnir hjá Viðskiptaráði eru því að gera því skóna að konur í hlutastörfum, t.d. við umönnun, séu með hærra tímakaup en t.d. starfsfólk Viðskiptaráðs. Samanburðurinn stenst augljóslega ekki skoðun. Langflestir hópar á vinnumarkaði sömdu um löngu tímabæra styttingu vinnuvikunnar árið 2020 en lengra var gengið á opinberum vinnumarkaði en þeim almenna. Vinnuvikan var stytt meira hjá vaktavinnufólki en dagvinnufólki vegna neikvæðra áhrifa vaktavinnu á heilsu og öryggi en þriðjungur starfsfólks hjá ríkinu er í vaktavinnu. Mörgum árum áður hafði vinnuvikan verið stytt hjá ýmsum vaktavinnuhópum á almennum vinnumarkaði, til dæmis í stóriðju. Vinnuvikan er líka mjög breytileg á almennum vinnumarkaði og er til dæmis 36,75 tímar hjá skrifstofu- og sölufólki, samkvæmt kjarasamningi VR og SA. Það er tímabært að stytta vinnuvikuna enn frekar á almennum vinnumarkaði til að tryggja samræmd réttindi og samkeppnishæfni. Orlof Árið 2020 sömdu opinberir starfsmenn um 30 daga orlof fyrir öll, en fyrir þann tíma var orlofið 24, 27 eða 30 dagar og lengdist eftir lífaldri fólks. Árið 2018 tóku gildi lög sem banna mismunun á vinnumarkaði vegna aldurs og því voru samtök launafólks og atvinnurekendur á opinberum vinnumarkaði sammála um að þessu þyrfti að breyta. Í nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði voru tekin skref í áttina að því að samræma orlofsrétt milli markaða. Veikindaréttur Vart þarf að fara mörgum orðum um það að fólk velur sér ekki að veikjast. Fjöldi rannsókna sýna að konur eru almennt lengur frá störfum vegna veikinda en karlar og er ástæðuna að rekja til vinnuumhverfisins en ekki kyns. Konur eru um 2/3 hluti af starfsfólki ríkis og sveitarfélaga og þar starfa fjölmennar kvennastéttir. Þá hefur slysatíðni verið há í opinberri þjónustu, einkum hjá lögreglu. Þær stéttir sem helst mælast með alvarleg kulnunareinkenni eru kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu- uppeldis, kennslu og tómstundastörfum og ræstingum.[1] Enn fremur sýnir nýleg könnun að heilsa kvenna er ólík eftir starfsgreinum, launum og stétt. Þannig er hærra hlutfall kvenna á lágum launum og í lægri stétt (út frá starfsgreinum) sem mælast með klínískt þunglyndi, kvíða og streitu.[2] Þá verður að hafa í huga að vinnuálag kvenna er tvöfalt, í launuðum störfum og ólaunuðum, þar sem þær bera enn meginábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær vinna þannig í heildina lengri vinnuviku en karlar þó Viðskiptaráði kunni að finnast að konur vinni of stutta vinnuviku í launavinnu. Við samanburð á veikindarétti milli almenna og opinbera markaðarins verður að taka tillit til þess að sjúkrasjóðir á almenna vinnumarkaðnum, sem atvinnurekendur fjármagna, veita meiri réttindi en á þeim opinbera. Í þessu eins og öðru þarf að skoða heildarmyndina. Aukið starfsöryggi Á Íslandi nýtur starfsfólk á almennum vinnumarkaði ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fá viðvörun áður en gripið er til þess að segja þeim upp störfum. Það þykja sjálfsögð réttindi í flestum þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og á opinbera vinnumarkaðnum. Viðskiptaráð vísar einnig til úttektar Ríkisendurskoðunar frá 2011 um mannauðsmál ríkisins til rökstuðnings þess að auðvelda þurfi uppsagnir á opinberum vinnumarkaði. Þetta var þó nokkuð rætt fyrir 13 árum og bent á að rót þessa meinta vanda sé ekki regluverkið heldur skortur á þekkingu á mannauðsstjórnun hjá ríkinu, stuðningur við stjórnendur væri of lítill og að þroskastig mannauðsstjórnunar væri lægra á opinberum vinnumarkaði en þeim almenna. Fjármálaráðuneytið, sem fer fyrir starfsmannamálum ríkisins, ákvað að bregðast við þessum ábendingum fyrir mörgum árum með því að leggja aukna áherslu á mannauðsstjórnun. Jólaóskalisti BSRB Efst á óskalista okkar hjá BSRB er sannarlega að öll njóti sömu réttinda á vinnumarkaði – en það verður ekki gert öðruvísi en að samræma þau upp á við. Að lokum viljum við í BSRB hvetja þau fyrirtæki og félög sem mynda Viðskiptaráð til að hugleiða alvarlega hvort það sé íslensku atvinnulífi til hagsbóta að ráðið stundi stöðugar árásir á fjölmennar kvennastéttar á opinberum vinnumarkaði sem með störfum sínum skapa grundvallarskilyrði til verðmætasköpunar á Íslandi. Höfundur er formaður BSRB. [1] Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.rannvinn.is/_files/ugd/61b738_42efc9dcc153415fa4726d21f521985e.pdf [2] Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.rannvinn.is/_files/ugd/61b738_58246bd441c5463ab8fd52de91a48bce.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaramál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð hefur birt óskalistann sinn fyrir þessi jól um að afnema réttindi opinbers starfsfólks. Í mörg ár, og oft á ári, hafa þessi hagsmunasamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði fjallað með neikvæðum hætti um opinbera starfsmenn. Stundum er það nánast önnur hver frétt á heimasíðunni þeirra. Eru fyrirtæki og félög virkilega að halda uppi sameiginlegum samtökum, Viðskiptaráði, til að tala fyrir skerðingu réttinda fólks sem vinnur við að mennta, annast, hjúkra og gæta öryggis þeirra, barna þeirra, ættingja og starfsfólks? Aðild að Viðskiptaráði eiga m.a. Íslandsbanki (sem er að hluta í eigu ríksins), Landsbankinn (í eigu ríkisins), Menntasjóður námsmanna (ríkisstofnun), Orkuveitan (sem er í eigu sveitarfélaga), Advania, Bónus, CCP, Capacent, Deloitte, Epal, Góð samskipti, Hagkaup, Icelandair, Íslenskur toppfótbolti, Krónan, LMG Lögmenn, Olís, Mjólkursamsalan, Nói Siríus, Sjávarklasinn og Vinnvinn. Vilja þessir aðilar skerða réttindi starfsfólks hins opinbera? Þau réttindi opinberra starfsmanna sem Viðskiptaráð óskar sér heitast að verði afnumin eru sjálfsögð réttindi á borð við styttingu vinnuvikunnar, veikindarétt, starfsöryggi og orlofsrétt. Öll þessi atriði eru hluti af kjarasamningum fyrir starfsfólk sveitarfélaga, nær öll hluti af kjarasamningum fyrir starfsfólk ríkisins og afrakstur áralangrar baráttu launafólks á opinberum vinnumarkaði. Þessi réttindi er því ekki hægt að skerða nema að segja verkalýðshreyfingunni stríð á hendur. Stytting vinnuvikunnar Í áróðri Viðskiptaráðs eru dregnar ályktanir um launakjör út frá unnum stundum á viku á opinberum vinnumarkaði annars vegar og almennum hins vegar. Svo virðist sem gert sé ráð fyrir því að öll séu í fullri vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að færri unnar stundir launafólks á opinberum vinnumarkaði endurspegla að einhverju leyti styttri vinnuviku en ekki síður þá staðreynd að hærra hlutfall launafólks á opinberum vinnumarkaði er í hlutastörfum og á það einkum við um konur. Strákarnir hjá Viðskiptaráði eru því að gera því skóna að konur í hlutastörfum, t.d. við umönnun, séu með hærra tímakaup en t.d. starfsfólk Viðskiptaráðs. Samanburðurinn stenst augljóslega ekki skoðun. Langflestir hópar á vinnumarkaði sömdu um löngu tímabæra styttingu vinnuvikunnar árið 2020 en lengra var gengið á opinberum vinnumarkaði en þeim almenna. Vinnuvikan var stytt meira hjá vaktavinnufólki en dagvinnufólki vegna neikvæðra áhrifa vaktavinnu á heilsu og öryggi en þriðjungur starfsfólks hjá ríkinu er í vaktavinnu. Mörgum árum áður hafði vinnuvikan verið stytt hjá ýmsum vaktavinnuhópum á almennum vinnumarkaði, til dæmis í stóriðju. Vinnuvikan er líka mjög breytileg á almennum vinnumarkaði og er til dæmis 36,75 tímar hjá skrifstofu- og sölufólki, samkvæmt kjarasamningi VR og SA. Það er tímabært að stytta vinnuvikuna enn frekar á almennum vinnumarkaði til að tryggja samræmd réttindi og samkeppnishæfni. Orlof Árið 2020 sömdu opinberir starfsmenn um 30 daga orlof fyrir öll, en fyrir þann tíma var orlofið 24, 27 eða 30 dagar og lengdist eftir lífaldri fólks. Árið 2018 tóku gildi lög sem banna mismunun á vinnumarkaði vegna aldurs og því voru samtök launafólks og atvinnurekendur á opinberum vinnumarkaði sammála um að þessu þyrfti að breyta. Í nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði voru tekin skref í áttina að því að samræma orlofsrétt milli markaða. Veikindaréttur Vart þarf að fara mörgum orðum um það að fólk velur sér ekki að veikjast. Fjöldi rannsókna sýna að konur eru almennt lengur frá störfum vegna veikinda en karlar og er ástæðuna að rekja til vinnuumhverfisins en ekki kyns. Konur eru um 2/3 hluti af starfsfólki ríkis og sveitarfélaga og þar starfa fjölmennar kvennastéttir. Þá hefur slysatíðni verið há í opinberri þjónustu, einkum hjá lögreglu. Þær stéttir sem helst mælast með alvarleg kulnunareinkenni eru kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu- uppeldis, kennslu og tómstundastörfum og ræstingum.[1] Enn fremur sýnir nýleg könnun að heilsa kvenna er ólík eftir starfsgreinum, launum og stétt. Þannig er hærra hlutfall kvenna á lágum launum og í lægri stétt (út frá starfsgreinum) sem mælast með klínískt þunglyndi, kvíða og streitu.[2] Þá verður að hafa í huga að vinnuálag kvenna er tvöfalt, í launuðum störfum og ólaunuðum, þar sem þær bera enn meginábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær vinna þannig í heildina lengri vinnuviku en karlar þó Viðskiptaráði kunni að finnast að konur vinni of stutta vinnuviku í launavinnu. Við samanburð á veikindarétti milli almenna og opinbera markaðarins verður að taka tillit til þess að sjúkrasjóðir á almenna vinnumarkaðnum, sem atvinnurekendur fjármagna, veita meiri réttindi en á þeim opinbera. Í þessu eins og öðru þarf að skoða heildarmyndina. Aukið starfsöryggi Á Íslandi nýtur starfsfólk á almennum vinnumarkaði ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fá viðvörun áður en gripið er til þess að segja þeim upp störfum. Það þykja sjálfsögð réttindi í flestum þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og á opinbera vinnumarkaðnum. Viðskiptaráð vísar einnig til úttektar Ríkisendurskoðunar frá 2011 um mannauðsmál ríkisins til rökstuðnings þess að auðvelda þurfi uppsagnir á opinberum vinnumarkaði. Þetta var þó nokkuð rætt fyrir 13 árum og bent á að rót þessa meinta vanda sé ekki regluverkið heldur skortur á þekkingu á mannauðsstjórnun hjá ríkinu, stuðningur við stjórnendur væri of lítill og að þroskastig mannauðsstjórnunar væri lægra á opinberum vinnumarkaði en þeim almenna. Fjármálaráðuneytið, sem fer fyrir starfsmannamálum ríkisins, ákvað að bregðast við þessum ábendingum fyrir mörgum árum með því að leggja aukna áherslu á mannauðsstjórnun. Jólaóskalisti BSRB Efst á óskalista okkar hjá BSRB er sannarlega að öll njóti sömu réttinda á vinnumarkaði – en það verður ekki gert öðruvísi en að samræma þau upp á við. Að lokum viljum við í BSRB hvetja þau fyrirtæki og félög sem mynda Viðskiptaráð til að hugleiða alvarlega hvort það sé íslensku atvinnulífi til hagsbóta að ráðið stundi stöðugar árásir á fjölmennar kvennastéttar á opinberum vinnumarkaði sem með störfum sínum skapa grundvallarskilyrði til verðmætasköpunar á Íslandi. Höfundur er formaður BSRB. [1] Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.rannvinn.is/_files/ugd/61b738_42efc9dcc153415fa4726d21f521985e.pdf [2] Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.rannvinn.is/_files/ugd/61b738_58246bd441c5463ab8fd52de91a48bce.pdf
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun