Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon og Þórarinn Guðjónsson skrifa 13. desember 2024 14:00 Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Magnús Karl Magnússon Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun