Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 14:59 Ari Hermóður Jafetsson var framkvæmdastjóri SVFR í fimm ár. SVFR Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018. DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“ Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“
Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira