Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 15:42 Finnska lögreglan fordæmir „níðingsveiðar“ og ítrekar að það eigi aðeins að vera í hennar höndum að rannsaka glæpi og hafa hendur í hári níðinga. Vísir/Getty Réttarhöld yfir sautján ára gömlum pilti sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps hófust í Finnlandi í dag. Hann er sakaður um að hafa mælt sér mót við mann sem sóttist eftir að komst í kynni við pilta undir lögaldri gagngert til þess að drepa hann. Athæfið hefur verið kallað „níðingsveiðar“ á samfélagsmiðlum. Pilturinn var sextán ára gamall þegar hann setti sig í samband við karlmann í gegnum netið en hann falaðist eftir því að komast í kynni við unga pilta. Þeir mæltu sér mót á heimili karlmannsins í Vantaa norður af höfuðborginni Helsinki í ágúst. Þegar þangað var komið réðst pilturinn á manninn með hnífi og stakk hann ítrekað. Manninum tókst að standa atlöguna af sér og koma piltinum út úr íbúðinni. Hann lifði árásina af, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Að sögn lögreglu vakti fyrir piltinum að taka lögin í eigin hendur og að hann hefði ætlað sér að drepa fórnarlambið. Tveir aðrir unglingar, sem voru sautján og átján ára þegar árásin átti sér stað, voru ákærðir fyrir að aðstoða piltinn. Árásin er sögð hluti af því sem hefur verið kallað „níðingsveiðar.“ Nokkur slík tilfelli hafa komið upp víðs vegar um heim undanfarin ár. Veiðarnar ganga út á að fólk læst vera börn á samfélagsmiðlum til þess að tæla barnaníðinga og afhjúpa þá. Þær enda gjarnan á því að „veiðimennirnir“ mæli sér mót við meinta níðinga, taki fund þeirra upp á myndband og birti á netinu. Finnska lögreglan segir að nokkur mál af þessu tagi hafi komið upp þar í landi en árásin í Vantaa sé það alvarlegasta til þessa. Finnland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Pilturinn var sextán ára gamall þegar hann setti sig í samband við karlmann í gegnum netið en hann falaðist eftir því að komast í kynni við unga pilta. Þeir mæltu sér mót á heimili karlmannsins í Vantaa norður af höfuðborginni Helsinki í ágúst. Þegar þangað var komið réðst pilturinn á manninn með hnífi og stakk hann ítrekað. Manninum tókst að standa atlöguna af sér og koma piltinum út úr íbúðinni. Hann lifði árásina af, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Að sögn lögreglu vakti fyrir piltinum að taka lögin í eigin hendur og að hann hefði ætlað sér að drepa fórnarlambið. Tveir aðrir unglingar, sem voru sautján og átján ára þegar árásin átti sér stað, voru ákærðir fyrir að aðstoða piltinn. Árásin er sögð hluti af því sem hefur verið kallað „níðingsveiðar.“ Nokkur slík tilfelli hafa komið upp víðs vegar um heim undanfarin ár. Veiðarnar ganga út á að fólk læst vera börn á samfélagsmiðlum til þess að tæla barnaníðinga og afhjúpa þá. Þær enda gjarnan á því að „veiðimennirnir“ mæli sér mót við meinta níðinga, taki fund þeirra upp á myndband og birti á netinu. Finnska lögreglan segir að nokkur mál af þessu tagi hafi komið upp þar í landi en árásin í Vantaa sé það alvarlegasta til þessa.
Finnland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira