Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 09:30 Orri Óskarsson, sóknarmaður Íslands mun leika stórt hlutverk í komandi undankeppni Íslands fyrir HM 2026 í fótbolta. Hann er einn af þessum frambærilegum sóknarmönnum sem Baldur Sigurðsson segir Ísland eiga. vísir/Hulda Margrét Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gær. Íslenska landsliðið var í pottinum og tekur sérfræðingurinn og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Baldur Sigurðsson ekki undir bölsýnisspár um möguleika Íslands. Hann hefur trú. Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira