Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 07:01 Lamine Yamal og Lionel Messi komu báðir ungir inn hjá Barcelona og urðu nánast um leið algjörir lykilmenn liðsins. Getty/ Jürgen Fromme/David Ramos Lionel Messi ýtti undir samanburð sinn við Barcelona strákinn Lamine Yamal. Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira