„Við erum frábærir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 13. desember 2024 21:30 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í síðasta deildarleik liðsins fyrir jólafrí. Vísir/Diego Fram sigraði sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí þegar liðið mætti Gróttu í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í kvöld og fóru leikar 38-33. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin tvö en viðurkennir að lærisveinar hans hleyptu Seltirningum aðeins of nálægt sér undir lok leiks. „Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða