„Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:30 Jón Halldór Eðvaldsson, eða Jonni, er skýr um það að vilja ekki setja takmarkandi reglur um fjölda erlendra leikmanna. Stöð 2 Sport Óhætt er að segja að Jón Halldór Eðvaldsson taki ekki undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum Íslands í körfubolta. Hann kveðst hundleiður á umræðu um þessi mál. Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira