„Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:30 Jón Halldór Eðvaldsson, eða Jonni, er skýr um það að vilja ekki setja takmarkandi reglur um fjölda erlendra leikmanna. Stöð 2 Sport Óhætt er að segja að Jón Halldór Eðvaldsson taki ekki undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum Íslands í körfubolta. Hann kveðst hundleiður á umræðu um þessi mál. Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti