Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 12:35 Innbrotum í reiðhjólaverslanir hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlend glæpagengi greiði Íslendingum fyrir slíkan verknað í von um að koma þeim út fyrir landssteinanna. Vísir/Samsett Brotist var inn í íþróttavöruverslunina Sportís í Skeifunni í nótt og varningi stolið fyrir tæplega tvær milljónir króna. Hlynur Skúli Skúlason, sölustjóri Sportís, segir að sítt eigið hjól hafi verið tekið ófrjálsri hendi sem var í verslunarrýminu. Um er að ræða grænt hjól af gerðinni Pivot Shuttle LT Team. Á heimasíðu framleiðandans er nýtt slíkt hjól falt fyrir fimmtán þúsund Bandaríkjadali sem jafngilda rétt rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Hjólahvíslarinn kominn í málið Auk þess tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Ránið átti sér stað um fjögurleytið í nótt en auk hjólsins tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Lögreglu gert viðvart skömmu síðar sem kom á vettvang og tók skýrslu. Færslu sem Hlynur Skúli birti á Facebook til að lýsa eftir hjólinu hefur verið dreift víða um miðilinn og af færslum á hópnum Hjóladót tapað, fundið eða stolið og fleira má sjá að Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinn, er kominn í málið. „Ef að hann finnur ekki hjólið þá held ég að það finni það enginn,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Faraldur innbrota í hjólreiðaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um. Lögreglan hefur sagt að algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og að dæmi séu um að reynt sé svo að senda þýfið úr landi. Undanfarna mánuði hefur verið brotist inn í verslanir Púkans, Pelaton, Arnarins, Kríunnar og TRI í tvígang. Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00 Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Hlynur Skúli Skúlason, sölustjóri Sportís, segir að sítt eigið hjól hafi verið tekið ófrjálsri hendi sem var í verslunarrýminu. Um er að ræða grænt hjól af gerðinni Pivot Shuttle LT Team. Á heimasíðu framleiðandans er nýtt slíkt hjól falt fyrir fimmtán þúsund Bandaríkjadali sem jafngilda rétt rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Hjólahvíslarinn kominn í málið Auk þess tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Ránið átti sér stað um fjögurleytið í nótt en auk hjólsins tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Lögreglu gert viðvart skömmu síðar sem kom á vettvang og tók skýrslu. Færslu sem Hlynur Skúli birti á Facebook til að lýsa eftir hjólinu hefur verið dreift víða um miðilinn og af færslum á hópnum Hjóladót tapað, fundið eða stolið og fleira má sjá að Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinn, er kominn í málið. „Ef að hann finnur ekki hjólið þá held ég að það finni það enginn,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Faraldur innbrota í hjólreiðaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um. Lögreglan hefur sagt að algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og að dæmi séu um að reynt sé svo að senda þýfið úr landi. Undanfarna mánuði hefur verið brotist inn í verslanir Púkans, Pelaton, Arnarins, Kríunnar og TRI í tvígang.
Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00 Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00
Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27