Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 16:49 Rúnar stýrði sínum mönnum gegn stórliði Kiel í dag. Vísir/Getty Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í danska og þýska handboltanum í dag. Guðmundur Guðmundsson og lið hans Fredericia stóð í ströngu í toppslag gegn Álaborg. Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita