Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 20:05 Halldór (t.v.) og Birgir Þór með Stafnes harðfisk, sem þeir hafa varla undan við að framleiða og pakka því vinsældir hans eru svo miklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinir á besta aldri í Sandgerði, sem hafa meira og minna unnið við fiskvinnslu alla sína ævi rak í rogastans eftir að þeir byrjuðu að framleiða harðfisk hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda hafa félagarnir ekki undan við að framleiða fiskinn. Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira