Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 08:31 Blinken á fundi utanríkisráðherranna í Jórdaníu í gær. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd. Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd.
Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48