Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 15. desember 2024 19:19 Súrefnismettun Aprílar var orðin svo lág að hún þurfti á súrefnisgrímu að halda. Móðir hennar segir það verstu tilfinningu í heimi að horfa á barn sitt svona veikt. Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Hún segir sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni. Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46