FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko og íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson eftir leik þjóðanna í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Andrzej Iwanczuk Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sent Úkraínumönnum afsökunarbeiðni vegna dráttarins í undankeppni HM 2026 á föstudaginn var. Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024 FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira
Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024
FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira