Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:58 Enes Uenal fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Bournemouth í kvöld. Getty/Dan Mullan Enes Unal tryggði Bournemouth 1-1 jafntefli með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Aðeins þremur mínútum áður hafði Lucas Paquetá komið West Ham yfir á vítapunktinum. Vítið var dæmt fyrir hendi og eftir aðstoð myndbandsdómara. Chris Kavanagh var kallaður í skjáinn og dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið sjálfur. Bournemouth átti stigið skilið en liðið átti 29 skot í leiknum þar af níu á markið. Liðið óð í færum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Lukasz Fabianski átti stórleik og varði átta skot í marki West Ham í kvöld. Hann átti þó ekki möguleika í frábært skot Unal úr aukaspyrnunni. Leikurinn var annars bráðfjörugur þótt að mörkin hafi látið bíða eftir sér. Stigið kemur Bournemouth upp fyrir Aston Villa og upp í sjötta sæti deildarinnar. West Ham er í fjórtánda sætinu þremur stigum á eftir Manchester United sem er í sætinu fyrir ofan. Enski boltinn
Enes Unal tryggði Bournemouth 1-1 jafntefli með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Aðeins þremur mínútum áður hafði Lucas Paquetá komið West Ham yfir á vítapunktinum. Vítið var dæmt fyrir hendi og eftir aðstoð myndbandsdómara. Chris Kavanagh var kallaður í skjáinn og dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið sjálfur. Bournemouth átti stigið skilið en liðið átti 29 skot í leiknum þar af níu á markið. Liðið óð í færum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Lukasz Fabianski átti stórleik og varði átta skot í marki West Ham í kvöld. Hann átti þó ekki möguleika í frábært skot Unal úr aukaspyrnunni. Leikurinn var annars bráðfjörugur þótt að mörkin hafi látið bíða eftir sér. Stigið kemur Bournemouth upp fyrir Aston Villa og upp í sjötta sæti deildarinnar. West Ham er í fjórtánda sætinu þremur stigum á eftir Manchester United sem er í sætinu fyrir ofan.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn