Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2024 13:03 HS orka er með hæsta smásöluverð á raforku til neytenda samkvæmt úttekt ASÍ. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir eðlilegar skýringar á verðhækkunum síðasta árið. Vísir Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja. Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja.
Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira