Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2024 13:03 HS orka er með hæsta smásöluverð á raforku til neytenda samkvæmt úttekt ASÍ. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir eðlilegar skýringar á verðhækkunum síðasta árið. Vísir Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja. Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja.
Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur