Dómstóll dæmdi Sarkozy í þriggja ára fangelsi árið 2021, þar af tvö ár skilorðsbundin, fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á dómara í öðru spillingarmáli árið 2014. Var Sarkozy sakfelldur fyrir að hafa lofað dómaranum virt embætti gegn því að fá gögn afhent.
Honum var sömuleiðis meinað að gegna opinberu embætti í þrjú ár.
Patrice Spinosi, lögmaður Sarkozy, segir nú að forsetinn fyrrverandi ætli sér að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Hann muni þó hefja afplánunina með ökklaband þar til að málið verður tekið þar fyrir.
Hinn 69 ára Sarkozy, sem gegndi embætti forseta á árunum 2007 til 2012, er fyrsti fyrrverandi forseti Frakklands til að fá fangelsisdóm.