Sjötugur en kláraði sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 08:32 Mike Rogers segir að allir vinir hans og allir í fjölskyldunni segi hann vera klikkaðan að reyna þetta. KCBD11 Mike Rogers er 71 árs gamall maður frá Texas fylki í Bandaríkjunum en hann er enginn meðalmaður. Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira