Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 09:01 Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri barst út í sjó með flóðinu og komst lífs af. Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall. Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall.
Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira