Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2024 06:35 Málefni Stuðla hafa mikið verið rædd síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03