Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 12:47 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Sambandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fótbolta. Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda. Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda.
Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira