Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2024 12:12 Síðasta eldgos í Ljósufjallakerfinu er talið hafa verið í Rauðhálsum í Hnappadal í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu um bæ sem á að hafa staðið þar sem gígarnir eru núna. Arnar Halldórsson Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. Jarðskjálfti upp á 3,2 stig, sem varð í fyrrakvöld við Grjótárvatn í fjöllunum ofan Mýra, var að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofunnar sá stærsti frá upphafi mælinga, eða frá því skjálftakerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 1991. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem er úr Stykkishólmi, næsta nágrannabæ Ljósufjalla, segir Ljósufjallakerfið núna hafa látið vita af sér með meiri virkni en þar hafi sést í 86 ár. Hann rifjar upp í færslu á facebook-síðu sinni stóra skjálftahrinu sem varð í fjöllunum árið 1938. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni í Helgafellssveit. Það hraun rann úr Ljósufjallakerfinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson. „Við þurfum að fara aftur til ársins 1938 til að sjá meiri skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu, en þá gerðust stór tíðindi. Hinn 10. febrúar 1938 gengu yfir ellefu skjálftar sem voru á bilinu 4,2 til 5,2 af stærð, staðsettir um 32 kílómetra suðsuðaustur af Stykkishólmi, eða í miðju Ljósufjalla. Stórskjálftavirknin stóð yfir um sex klukkutíma. Ég fékk mínar upplýsingar í skrá um eldri skjálfta á vef Veðurstofunnar,“ segir Haraldur og bætir við: „Þessi skjálftavirkni hlýtur að hafa fundist í byggð, einkum á Skógaströnd og í Miklholtshreppi, en ekki er mér kunnugt um ritaðar heimildir. Aðeins ellefu stærstu skjálftarnir eru í skránni, en sjálfsagt hafa gengið yfir hundruð smærri skjálfta þennan dag.“ Ljósufjöll séð úr StykkishólmiSkjáskot/stöð 2 „Vaxandi virkni við Grjótarvatn og órói,“ er fyrirsögn pistils á facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. „Síðustu daga hafa komið fram nokkrar „óróahviður“ á skjálftamælum á svæðinu. Ein slík sást eftir miðnætti 16. desember og birtist hún á gröfum sem þétt röð smáskjálfta. Var hún yfirstaðin á um 15 mínútum.“ Önnur sambærileg óróahviða hafi komi fram á mælum aðfaranótt 18. desember. Stóri skjálftinn við Grjótarvatn hafi reynst 3,2 að stærð og fundist vítt um Vesturland. Í framhaldinu hefði nokkur fjöldi skjálfta mælst, sá stærsti 2,5 að stærð. Jarðskjálftahrinan núna varð í fjöllunum ofan Mýra, austarlega í Ljósufjallakerfinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Álíka óróahviður voru töluvert í umræðunni í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Eru þær gjarnan taldar tákna lítil kvikuinnskot, það er að segja að kvika leitar upp í jarðskorpuna. Virknin í Ljósufjallakerfinu hefur vaxið verulega á þessu ári. Sést það glögglega í þeirri staðreynd að rúmlega 50 skjálftar yfir tvo að stærð hafa mælst á árinu, en þeir voru bara tveir allt síðasta ár. Nýr skjálftamælir var settur upp á svæðinu nýlega sem bætir nákvæmni mælinga og mælir um leið minni atburði en áður. Virknin virðist enn sem komið er bundin við töluvert dýpi og var stóri skjálftinn í gær til dæmis á um 15 kílómetra dýpi. Skjálftarnir í dag hafa verið á allt að 20 kílómetra dýpi, sem þykir mjög djúpt fyrir íslenskar aðstæður,“ segir í pistli Suðurlandshópsins, sem birtist í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um jarðhræringarnar: Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,2 stig, sem varð í fyrrakvöld við Grjótárvatn í fjöllunum ofan Mýra, var að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofunnar sá stærsti frá upphafi mælinga, eða frá því skjálftakerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 1991. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem er úr Stykkishólmi, næsta nágrannabæ Ljósufjalla, segir Ljósufjallakerfið núna hafa látið vita af sér með meiri virkni en þar hafi sést í 86 ár. Hann rifjar upp í færslu á facebook-síðu sinni stóra skjálftahrinu sem varð í fjöllunum árið 1938. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni í Helgafellssveit. Það hraun rann úr Ljósufjallakerfinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson. „Við þurfum að fara aftur til ársins 1938 til að sjá meiri skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu, en þá gerðust stór tíðindi. Hinn 10. febrúar 1938 gengu yfir ellefu skjálftar sem voru á bilinu 4,2 til 5,2 af stærð, staðsettir um 32 kílómetra suðsuðaustur af Stykkishólmi, eða í miðju Ljósufjalla. Stórskjálftavirknin stóð yfir um sex klukkutíma. Ég fékk mínar upplýsingar í skrá um eldri skjálfta á vef Veðurstofunnar,“ segir Haraldur og bætir við: „Þessi skjálftavirkni hlýtur að hafa fundist í byggð, einkum á Skógaströnd og í Miklholtshreppi, en ekki er mér kunnugt um ritaðar heimildir. Aðeins ellefu stærstu skjálftarnir eru í skránni, en sjálfsagt hafa gengið yfir hundruð smærri skjálfta þennan dag.“ Ljósufjöll séð úr StykkishólmiSkjáskot/stöð 2 „Vaxandi virkni við Grjótarvatn og órói,“ er fyrirsögn pistils á facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. „Síðustu daga hafa komið fram nokkrar „óróahviður“ á skjálftamælum á svæðinu. Ein slík sást eftir miðnætti 16. desember og birtist hún á gröfum sem þétt röð smáskjálfta. Var hún yfirstaðin á um 15 mínútum.“ Önnur sambærileg óróahviða hafi komi fram á mælum aðfaranótt 18. desember. Stóri skjálftinn við Grjótarvatn hafi reynst 3,2 að stærð og fundist vítt um Vesturland. Í framhaldinu hefði nokkur fjöldi skjálfta mælst, sá stærsti 2,5 að stærð. Jarðskjálftahrinan núna varð í fjöllunum ofan Mýra, austarlega í Ljósufjallakerfinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Álíka óróahviður voru töluvert í umræðunni í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Eru þær gjarnan taldar tákna lítil kvikuinnskot, það er að segja að kvika leitar upp í jarðskorpuna. Virknin í Ljósufjallakerfinu hefur vaxið verulega á þessu ári. Sést það glögglega í þeirri staðreynd að rúmlega 50 skjálftar yfir tvo að stærð hafa mælst á árinu, en þeir voru bara tveir allt síðasta ár. Nýr skjálftamælir var settur upp á svæðinu nýlega sem bætir nákvæmni mælinga og mælir um leið minni atburði en áður. Virknin virðist enn sem komið er bundin við töluvert dýpi og var stóri skjálftinn í gær til dæmis á um 15 kílómetra dýpi. Skjálftarnir í dag hafa verið á allt að 20 kílómetra dýpi, sem þykir mjög djúpt fyrir íslenskar aðstæður,“ segir í pistli Suðurlandshópsins, sem birtist í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um jarðhræringarnar:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00