Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 10:03 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar eftir að hún skoraði fernuna sína í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er komin heim í jólafrí og hún ætlar að hitta aðdáendur sína í Smáralindinni í dag. Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira