Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2024 13:05 Rósa Guðbjartsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Hafnarfjarðar frá árinu 2018. Hún sest á þing á nýju ári. Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir dapurlegt að fylgjast með óvæginni orðræðu og dómhörku í kjölfar úttektar Deloitte á Skessunni, knatthúsi FH-inga. Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“ Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“
Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira