Forest sótti þrjú stig á erfiðan útivöll í Brentford en þetta var fyrsta tap Brentford á heimavelli í vetur. Þeir Ola Aina og Anthony Elanga afgreiddu Brentford með mörkum sitthvoru megin við hálfleikinn. Lokatölur í Brentford 0-2. Forest í þriðja sæti eftir sigurinn en Arsenal getur ýtt þeim niður töfluna aftur með sigri gegn Crystal Palace á eftir.
Newcastle vann sinn annan leik í röð í deildinni eftir erfitt gengi í síðustu fjórum leikjum þar á undan þegar liðið vann nokkuð þægilegan 0-4 útisigur á Ipswich. Alexandr Isask skoraði þrennu og er því kominn með tíu mörk á tímabilinu og lyftir sér upp í 4. sætið yfir markahæstu menn.
Þá gerðu West Ham og Brighton 1-1 jafntefli. Lokaleikur dagsins er svo viðureign Crystal Palace og Arsenal en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.