Michael Schumacher verður afi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:22 Michael Schumacher, sem er orðinn 55 ára gamall, varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Getty/Lars Baron Dóttir formúlugoðsagnarinnar Michael Schumacher er að gera hann að afa í fyrsta sinn en hún tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún eigi von á barni. Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher) Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher)
Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira