107 ára gömul og dansar eins og unglamb Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 20:06 Þórhildur var kát og hress í dag eins og alltaf en hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, eða 107 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa. Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar. Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar.
Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira